Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1907, Blaðsíða 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1907, Blaðsíða 59
6i sendnum leirjarðvegi. En áríðandi er að jarðvegurinn sé laus, og hæfilega rakur; þá eiga rætur jurtanna hægra með að greinast um hann, og sjúga næringu til sín. Sagt er, að eigi sé gott að rækta fóðurrófur lengur en fjögur ár á sama blettinum, uppskeran fer þá að minka. Og ef róf- urnar hafa sýkst, ætti aldrei að rækta rófur á hinum sama bletti næsta ár, því sveppir þeir eða bakteríur, sem valda flestum rófnasjúkdómum geta geymst í jörðunni einn vetur, og taka því til starfa næsta vor, þegar tækifæri býðst og nýar rófur tara að vaxa þar. Vinnsla jarðvegsins. Þar sem á að rækta fóðurrófur er áríðandi að jarðvegurinn sé vel mulinn. Þetta má gera annað tveggja með handverkfærum, eða plóg og herfi. Síðarnefnda aðferðin verður ódýrari og fyrirhafnarminni, séu fóðurrófur ræktaðar að nokkurum mun. Það svæði, sem ætlað er til fóðurrófnaræktunar, ætti ætíð að plægja að haustinu, svo að hitabreytingar og áhrif loftsins geti haft sem mestar verkanir, til að losa jarðveginn, og breyta efnasamböndum hans á ýmsan hátt. Við haustplægingu sparast einnig vor- vinna. Undir eins og jörð þiðnar á vorin, ætti svo að herfa, þá að plægja og herfa á ný rétt áður en fræinu er sáð. Aburður. Fóðurrófur þarfnast mikillar næringar, og því er nauðsynlegt að vel sé borið á, þar sem þeim er ætlað að vaxa. Rófurnar þola bæði búfjáráburð og tilbúinn áburðar- efni. Safnhaugaáburð, foraráburð og þara er og gott að nota til áburðar. Sé búfjáráburður notaður, er bezt að hann sé eigi nýr heldur nokkuð rotinn og helzt borinn á að haustinu. Mest uppskera fæst þegar bæði búfjáráburður og tilbúinn á- burðarefni er notað saman. Hve mikið borið er á, fer eftir því hvernig jarðvegurinn er. Sé um nýyrkt land að ræða, sem eigi hefir verið borið á áður, þarf að bera alt að helm- ingi meira á, en ef um ræktað land er að ræða, sem hefir notið allmikils áburðar að undanförnu. Sendinn jarðvegur þarf og meiri áburð (einkum búfjáráburð) en moldar og mýra- jarðvegur. Akveðnar reglur er eigi hægt að gefa fyrir því, hve mikið þurfi að bera á eða hvern áburð nota skuli. Það fer eftir jarðvegi og fleiru. Sem dæmi leyfi eg mér að benda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.