Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 2
4 eldrum sínum að Draflastöðum í Fnjóskadal og ólst þar upp síðan og var hann löngum kendur við þann bæ. Snemma bar á því, að Sigurður var bókhneigður og drakk í sig alt, sem hann gat náð í til lesturs og laut að garð- rækt. Tók hann þá og að leggja stund á garðrækt, þótt ekki hefði hann notið annarar kenslu í þeirri grein. Mun hann vera fyrstur manna hérlendis, sem setti garðrækt í samband við jarðhita. Kom hann upp matjurtagarði við Draflastaðalaug, ræktaði þar ýmsar matjurtir, sem fáséð- ar voru þá og jaínvel óþektar í sveitum norðanlands. Þótti það nýlunda, að nágrannar og jafnvel menn lengra að gátu sótt þangað gulrófnafræ, sem Sigurður hafði safnað af fræmæðrum úr garði sínum. Með þessum fram- kvæmdum vakti hann að vonum athygli á sér, svo, að honum sóttist létt að fá styrk úr jafnaðarsjóði til garð- yrkjunáms erlendis. Styrkurinn var bundinn því skilyrði að tillögu Páls amtmanns Briem, að hann kynti sér ítar- lega skógrækt. Stundaði Sigurður þá garðyrkju og búnað- arnám við landbúnaðarskólann á Stend í Noregi 1896—98. Þegar hann kom heim frá Noregi árið 1898, fékk hann styrk úr jafnaðarsjóði til þess að rannsaka líf og lífsskil- yrði skóganna í Fnjóskadal. Jafnframt gekst Páll amt- maður Briem fyrir því að koma á fót gróðrarstöð hér á Akureyri, og var hún komin í rækt árið 1900 — trjágarð- urinn fyrir sunnan gömlu kirkjuna, nú eign Baldv. Ryel, kaupm. — Sá Sigurður um undirbúning allan og hafði umsjón stöðvarinnar á hendi þar til hann fór utan til enn frekara náms á landbúnaðarháskóla Dana á áliðnu sumri 1900. Árið 1899 hafði amtsráð Norðuramtsins samþykt að taka að sér yfirstjórn Hólaskóla. Voru umbætur taldar nauðsynlegar á skólanum, fyrirkomulagi hans þyrfti að breyta og útvega honum nýja kenslukrafta. í þessu skyni var Sigurður styrktur til náms á landbúnaðarháskólan- um. Árið 1902 útskrifaðist hann þaðan og var þá veitt skólastjórastaðan við bændaskólann á Hólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.