Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Síða 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Síða 10
Fundargerð Aðalfundar Ræktunarfélags Norðurlands 23. júní 1940. Ár 1940, laugardaginn þann 23. júní, var aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands settur og haldinn í húsi fé- lagsins á Akureyri. Fundurinn hófst kl. 10.50 f. h. Fundarstjóri var kosinn í einu hljóði formaður félags- ins, dýralæknir Sig. Ein. Hlíðar. Fundarstjóri nefndi til skrifara Steindór Steindórsson, kennara og Hólmgeir Þorsteinsson á Hrafnagili og sam- þykti fundurinn þá. Var þá gengið til dagskrár: 1. Kosin kjörbréfanefnd. Kosnir voru: Stefán Stefáns- son, stjórnarnefndarmaður, Árni Jóhannsson, gjaldkeri og Ármann Dalmannsson. Eftir lítið hlé lagði nefndin fram álit sitt, og hafði ekk- ert við kjörbréfin að athuga. Þessir fulltrúar voru mættir: Frá æfifélagadeild Akureyrar: Ármann Dalmannsson, Árni Jóhannsson, Jakob Karls- son, Steindór Steindórsson, og sem varamenn Sig. Ein. Hlíðar og Guðmundur Jónsson. Þá voru mættir Stjórnarnefndarmaður Stefán Stefáns- son. Búnaðarþingsfulltrúarnir, með fulltrúaréttindum, Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri, og Hólmgeir Þor- steinsson á Hrafnagili. Stjónarnefndarmennirnir Sig. Ein. Hlíðar og Jakob Karlsson, eru áður taldir með fulltrúum.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.