Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Síða 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Síða 45
49. betur sé það geymt sér og á réttan hátt og borið á á hag- kvæmum tíma. Þetta er mjög athyglisvert og styður rækilega þá kenn- ingu, sem er reyndar fullkomin staðreynd, að stœrsta sporið, sem við getum stigið í áttina til betri áburðarnotk- unar, er að aðskilja mykju og hland og geyma hlandið sem vendilegast í lagar- og loftþéttum gryfjum, þar til skilyrðin til að dreifa því eru hentug. Árið 1932, lækkar uppskeran yfirleitt, en langminst á sáðsléttunni og í sumum tilfellum als ekki. Þetta er sennilega að kenna árferðisáhrifum. Vorið er fremur kalt, einkum apríl, og þurt, því þó úrkoman sé mikil í apríl, hefur hún líklega ekki komið verulega að notum vegna þess hve seint hefur gróið. Sáðsléttan grær venjulega miklu fyr en hinar ræktunaraðferðirnar og má því vera að hún hafi haft meiri not af vetrarrakanum. Árið 1933, er uppskeran yfirleitt vaxandi, þessi vöxtur er meiri í fornræktinni., heldur en í nýræktinni og meiri, þar sem búfjáráburður er borinn á, heldur en þar sem tilbúinn áburður er notaður. Þessi breyting stendur greinilega í sambandi við árferðið. Sumarið 1933 var alt einmuna gott. Þar sem safnast hefur forði af torleystri jurtanæringu, þá leysist hann nú sundur miklu örar en ella. í fornræktinni, og þar sem búfjáráburður hefur ver- ið notaður, er mest af slíkum forða og kemur þetta fram sem vaxandi uppskera í góðærinu. Áhrif sumarsins 1933 koma aðeins að nokkru leyti fram samsumars, þeirra gætir til 1935 sem vaxandi uppskera, þrátt fyrir það, þótt árin 1934 og 35 séu ekki meira en í meðallagi hagstæð fyrir sprettu. Að lokum lækkar svo uppskeran yfirleitt 2 síðustu árin. Þetta er eðlilegur afturkippur, því næring- arforði jarðvegsins hefur þorrið árin á undan, en þar við bætist svo, að vorið 1936 er ákaflega þurt og vorið 1937 heldur kalt. Hér við bætist svo ennfremur, að 1936 bar talsvert á kali, sem gat haft einhver áhrif á tilrauninni, 4

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.