Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1954, Blaðsíða 10
10
um. Blómplöntur þær, er hér um ræðir, hafa verið kallaðar
vesturarktískar1) samkvæmt útbreiðslu sinni. Ef hinar vest-
urarktísku tegundir hefðu flutzt til Norðurlanda frá suðri
eða austri eins og ördeyðukenningin gerði ráð fyrir um
allan gróður Skandinavíu, varð með öllu óskiljanlegt, að
þær, eða að minnsta kosti aðrar tegundir þeinr náskyldar,
skyldu ekki finnast í Alpafjöllum eða Asíu. Eins og áður
er að vikið, taldi Blytt sennilegast, að þær hefðu flutzt vestan
yfir hafið eftir landbrú þeirri, er lá yfir Norður-Atlants-
liafið, og þótti honum þá sennilegast, að sú landbrú hefði
haldizt ofansjávar fram á síðasta sumarskeið jökultím-
ans. Jarðfræðingar hafa talið fráleitt, að hún hafi haldizt
svo lengi, þótt þeir séu lrins vegar ásáttir um, að hún hafi
til verið á tertíertíma.
Annað atriði í háfjallagróðri Skandinavíu stangast mjög
á við ördeyðukenninguna og innflutning tegunda frá suðri
eða austri eftir jökultíma. Lengi hefir það verið kunnugt,
að tvö svæði í fjalllendum Skandinavíu eru sérstaklega auð-
ug að fjallaplöntum, sem ekki vaxa annars staðar í þeim
löndunr. Mætti með sanni kalla þau „gróðureyjar", og verð-
ur svo gert hér. Önnur þessara gróðureyja er í Norður-
Noregi í Troms- og Nordlandsfylkjum, en hin er suður í
Dofrafjöllum og nágrenni þeirra. Margar eru þær tegundir,
sem finnast einungis á eyjum þessum, annari eða háðum,
en hvergi þar fyrir utan. Hefir Thore C. E. Fries kallað
þær tegundir, sem á báðum eyjunum finnast hisentriskar,
en liinar, sem einungis eru á annari eynni, unisentriskar, á
íslenzku vildi ég kalla þær tvísvæða og einsvæðisplöntur.
Allur þorri hinna vesturarktísku tegunda vaxa einungis á
gróðureyjum þessum. Athyglisvert er, að tegundir norður-
1) Ég leyfi mér að taka upp orðin Arktika og arktískur um Norður-
heimskautslöndin, og það sem við þau er ketint. Ætti það ekki að vera
óþýðara í munni né meiri málspjöll en t. d. Ameríka og amerískur.