Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Blaðsíða 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Blaðsíða 43
43 komið á bak einhvers ábyrgs aðila, þá er þess því sem næst krafizt, að sú kynslóð, sem nú byggir landið, greiði sektina og bæti það, sem aflaga liefur farið. Nú er það svo, að allt þetta skraf um gróðureyðingu og orsakir hennar eru næsta barnalegar. Niðurstöðurnar eru líka hæpnar og illa rökstuddar og því harla fánýtar. Það skiptir vitanlega nokkru máli að vita glögg skil á orsökun- um, en þó svo aðeins, að vitneskjan sé örugg og af henni séu dregnar réttar ályktanir, og réttar leiðir séu valdar til úrbóta. Alyktanirnar, sem gróðureyðingarpostularnir hafa dregið, eru þær, að höfuðbölvaldur íslenzks gróðurlendis sé sauðfé, og til þess að ráða bót á tjóninu séu helztu ráðin að fækka, helzt útrýma, sauðfénu og græða landið skógi. Kenn- ing þessi hefur reynzt mjög óheppileg. I fyrsta lagi er hún hæpin og kemst oft í mótsögn við sjálfa sig. I öðru lagi ber hún þess ijósan vott, að þeir, sem mest hampa þessari kenn- ingu, þekkja lítið til hugarfars og sálarástands íslenzkra bænda yfirieitt. Ef þeir hefðu borið dálítið skynbragð á slíkt, þá hefði þeim verið ljóst, hve óhyggilegt var að flíka slíkri kenningu, er hlaut að vekja djúpa andúð og auk þess gera aðalhugsjónina — skóggræðsluna — óvinsæla. Islenzkum bændum er vel Ijós þýðing gróðurlendis, en fyrst og fremst í sambandi við sauðfjárrækt. Þeir eru vafa- laust til viðtais og fúsir til samstarfs um ráðstafanir, er rniða að því að bæta og auka gróðurlendið, en fyrst og fremst með aukna búfjárrækt og sér í lagi sauðfjárrækt fyrir augum. Engum getur dulizt, ef hann hefur teljandi kynni af gróð- urfari og gróðurskilyrðum hér, að landið er fyrst og fremst grasland. Það breytir engu í þessum efnum, þótt landið hafi eitt sinn verið talið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Sá viðar- gróður var birki, sennilega mest smávaxið og vex mjög við sömu aðstæður og gras. Nýskeð lét erlendur maður, er hér var að kynna sér land- ið, þá skoðun í ljósi, að landið og veðurskilyrði hér væru alls ekki hagstæð til skógræktar, og skóggræðsla hér væri því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.