Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Blaðsíða 98

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Blaðsíða 98
98 í íslenzkum fornsögum er hvannarinnar getið á nokkr- um stöðum. Svo t. d. í Olafs sögu Tryggvasonar og í Fóst- bræðra sögu. Bendir það til þess, að notkun hvannar hafi verið alþekkt í Noregi um það bil er landið byggðist, og hafi landnámsmenn flutt með sér þennan sið. Framan af öldum fer þó litlum sögum af hvannneyzlu á íslandi. Þó finnst hennar getið í ýmsum máldögum kirkna og klaustra. Sést af því, að hvanntekjan hefur verið talin til hinna beztu jarðnytja. Þá hefur hvönnin komizt inn í ís- lenzkar lögbækur. Samkvæmt Grágás varðaði það „þriggja marka útlegð", að taka hvannir í landi annars manns. I hin- um fornu Búalögum er rótarfjórðungurinn metinn á alin. Gæti það bent til þess, að jafnvel hafi hvönnin verið verzl- unarvara. Loks tala örnefnin sínu máli um nytjar hvannarinnar. Eru slík örnefni fjöldamörg og finnast um landið allt. Nægir að nefna Hvanndali, Hvannalindir og Hvannstóð. Eins og kunnugt er hefst mikill áhugi fyrir ræktun og nytjum grasa seint á 18. öldinni. Er það mest fyrir atbeina þeirra mága Eggerts Olafssonar og séra Björns Halldórsson- ar í Sauðlauksdal svo og Ólafs Olafssonar (Olavíusar), en allir skrifuðu þessir menn um ræktun og nytjar jurta. Eftir ýmsum heimildum að dæma, hefur hvannneyzla þá helzt tíðkazt um sunnan og austanvert landið. Þannig getur Þorsteinn sýslumaður Magnússon þess, 1744, að Rangvell- ingar sæki marga hestburði af hvönn upp á Þórsmörk og Landmannaafrétt. I ritgerð um notkun hvanna, sem talin er frá 18. öld, segir svo: „Mig hefur oft furðað á því, að Norðlenzkir, sem eiga eins hægt með að afla hennar, eins Og Sunnlendingar, skuli svo lítið nota hvannarót til matar; kemur það af því, að þar skortir barnsvanann til þess." Olafur Ólafsson segir: ,,bæði jurtin og rótin er fyrir aust- an borðuð hrá með smiöre. ..." Mun Olafur þar einkum eiga við Skaftafellssýslur, en mörgum heimildum ber sam- an um, að þar hafi hvannneyzla verið ahnenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.