Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Blaðsíða 105

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Blaðsíða 105
105 Vaxtarmáti hvannarinnar er talsvert einkennilegur. í gömlum bókum segir að hvönnin verði þriggja ára, en sennilega verður hún allmiklu eldri, einkum þó ætihvönn- in. Talið er að ætihvönnin blómgist aðeins einu sinni á ævinni. Myndar hún þá mikla njóla, sem bera ógrynni blóma, en blöðin eru þá að jafnaði lítil og gisstæð. Oll forðanæring sem jurtin hafði safnað í rótina, kannski í ára- tugi, fer nú til myndunar aldina og fræja. Að íræþroskun lokinni deyr jurtin. Öll hin árin í lífi sínu er hvönnin fremur lágvaxin, myndar litla njóla en því meiri og stærri blöð. Jafnan bætist nokkuð við rótina á hverju sumri, svo að oft má fara nærri um aldur jurtarinnar með því að at- huga hringamyndunina á rótinni. Auðséð er af þessu að rætur undan blaðmiklum en njólalitluin hvönnum eru næringarmestar, en rætur undan blómguðum hvönnum mun tæpast borga sig að hirða. Einnig geta menn stuðlað að útbreiðslu hvannarinnar með því að lofa slíkum jurt- um að þroska fræ sín í friði. Fræ hvannarinnar eru rifjótt og allstór. Kemur aðeins eitt fræ eða aldin úr hverju blómi, og því er mergð blómanna svo mikil. Auðséð er, að svo stór og þung fræ muni ekki vera vel fallin til að dreifast með vindum, svo sem venjulegast er um fræ plantna, enda dreifast þau aðallega með vatni og því vex hvönnin jafnan þar sem rennandi vatn er nærri. Það er líka svo, að þegar hvönnin hefur einu sinni náð fót- festu við eitthvert vatnsfall, kemur brátt að því, að hún dreifist um alla bakka þess, þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Augljósasta og alþekktasta dæmið um þetta er Mývatn og Laxá í Þingeyjarsýslu, en þar má segja að hvönnin vaxi í hverjum hólma og víða á bökkunum líka. A hvönnin, ásamt víðinum, mestan þátt í hinni alkunnu gróðursæld þessara vatna. Það mun og eigi ofmælt að hvönnin sé, ef ekki feg- ursta þá a. m. k. tignarlegasta blómjurt landsins okkar. Hér hefur nú verið rakin að nokkru saga hvannarinnar svo langt aftur sem heimildir ná. Vér höfum séð að notkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.