Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Page 127

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Page 127
127 þess að reyna að ákveða mismunandi útgeislun sólar til jarð- arinnar beinlínis, en það er mjög örðugt, þar sem um litlar sveiflur er að ræða, þá mældi hann endurkastið frá Úranusi, er að sjálfsögðu stendur í beinum hlutföllum við geisla- magn sólar á hverjum tíma, en þannig er hægt að mæla geislunina af mikilli nákvæmni. I stjörnukerfi okkar — Vetrarbrautinni — er fjöldi af sólum hliðstæðum sól okkar og á ýmsum þróunarstigum. Við samanburð má því fara nærri um hegðun okkar sólar, eigi aðeins þúsundir milljóna ára aftur í tímann, heldur einnig þúsundir milljóna ára fram á við. Ekkert bendir til að sólin hafi breytt háttum sínum að ráði svo langt, sem greint verður aftur, síðustu þúsund ármilljónirnar eða muni gera það næstu þúsund ármilljónirnar og ekkert gef- ur ástæðu til að ætla, að hún sé í flokki hinna svokölluðu „breytilegu stjarna", er auka og minnka ljósmagn sitt á reglubundnum tímabilum, sem þó eru mislöng frá einni stjörnu til annarar. Væri svo, yrði breytingarskeið sólar að vera mjög langt og óreglulegt, en að því hníga engin rök. Það er einkum Dubois, sem reynt hefur að rökstyðja þá kenningu, að sólin hafi tekið breytingum og þær hafi or- sakað ísöldina. Hann hugsaði sér, að sólin hafi upphaflega verið hvít stjarna og þá mjög heit, en hafi svo breyttst í gula stjörnu og við það hafi kólnað all verulega hér á jörð- inni, og hafi sú kæling haldið áfram allt Tertiærtímabilið. Svo í upphafi Kvartæraldar hafi sólin farið að sveiflast frá gulri til rauðrar stjörnu, og þessar sveiflur hafi orsakað hita- breytingarnar á ísöld. Þegar sólin var rauð urðu ísskeið en hlýviðrisskeið þegar hún var gul. Síðar, eða um 1930, reyndi G. H. Simpson að útskýra ís- öldina með þeirri kenningu, að sólin væri breytileg stjarna. Hann ályktaði, að aukin geislun sólar mundi auka upp- gufun og valda aukinni skýjahulu í gufuhvolfinu og úr- felli á jörðunni. íÞessa kenningu rökstuddi hann með sam- anburði við Venus og Marz. Fyrnefnd reikistjarna er nær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.