Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Side 138

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1962, Side 138
138 eftir að ísöld lauk. <Þetta útskýrir einnig að nokkru hina óreglulegu tilkomu ísalda í jarðsögunni, ef gert er ráð fyr- ir, að það upplausnarástand, sem ríkt hefur nú um hríð í flokki halastjarnanna, sé tímabundið og gerist ekki nema endrum og eins í sögu jarðarinnar. Athygli skal vakin á því, að þessi tilgáta gengur út frá, að allsherjar hitabreytingar verði samtímis á jörðinni. En eins og fyr var vikið að, virðist þetta einmitt hafa átt sér stað, því þess finnast merki að jökulmörk hafa lækkað í öllum beltum jarðarinnar á ísöld. 9. Flutningur heimsskautanna. Þótt tilgáta sú, er síðast var rakin, nái alllangt, til að skýra ísaldarfyrirbærið, valda hinar eldri ísaldir nokkrum erfiðleikum. Það er ekki að- eins sú staðreynd, að ísöld hefur orðið á jörðinni fyrir 150 til 200 millj. ára, heldur það, að hún hefur verið á allt öðrum svæðum hnattarins heldur er Kvartæra ísöldin. Leif- ar eftir þessa ísöld liafa sem sé fundist á Indlandi, Suður- Afríku, Suður-Ameríku (Brasilíu) og Ástralíu. Sums staðar hafa fundist tvær til þrjár mórenur, aðskildar af milliísald- arlögum og sýnir það, að þessi ísöld hefur skipzt í fleiri ísaldarskeið, aðskildum af hlýviðrisskeiðum, rétt eins og síðasta ísöld. Ekki verður heldur séð, að ísrennsli þetta, sem skilið hefur eftir sig öll venjuleg ísskriðsmerki, svo sem rispaðar klappir og steina, aðflutta bergmola, langt að komnum o. s. frv., hafi staðið í sambandi við sérstakt há- lendi. Það virðist benda eindregið til meginlandsjökuls, sem flatzt hefur út af eigin þykkt og þunga á tiltölulega flötu landi og gengið hefur fram í grunnsævi. Þannig er þetta að minnsta kosti í Suður-Afríku, þar sem ísmiðjan virðist hafa legið langt í norðri. Þaðan hefur ísskjöldurinn flatzt út til allra hliða. Þannig hafa merki eftir hann fund- ist norður af Angola, í austanverðri Congo, Uganda og á Madagarcar. Á þremur fyrst nefndu stöðunum hefur jök- ullinn komið sunnan að. Á Indlandi, langt austan miðbaugs, hefur ísrennslið kom-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.