Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Qupperneq 6
8
aðarfélagi íslands einföld og ágæt skýrsluform til þessara
hluta, áburðarbækur, sem fást hjá héraðsráðunautunum.
A rannsóknarstofunni voru heysýnin efnagreind haustið
1965. Athugað var magn af steinefnum svo sem kalki, fos-
fór, kalí, magnesíum og natríum í hverju sýni og auk þess
próteinmagn í nokkrum hluta sýnanna. Niðurstöður efna-
greininganna voru sendar til ráðunautanna í hverri sýslu,
sem önnuðust útbýtingu á þeim til bænda. Öllum ákvörð-
unum var lokið fyrir áramót 1965—66.
Annar mikilvægur þáttur í starfsemi rannsóknarstofunn-
ar er jarðvegsefnagreining. Ákveðið var — þó vitaskuld sé
grundvöllur fyrir leiðbeiningum um áburðarþörf útfrá jarð-
vegsefnagreiningum mjög takmarkaður hér á landi — að
safnað skyldi jarðvegssýnum strax haustið 1965.
Taka jarðvegssýnanna er allmikið starf. Að ráði varð því
að búnaðarsamböndin hvert á sínum stað sæju um sýna-
töku. Voru víðast ráðnir sérstakir menn til þessa starfa.
Skilyrði fyrir því að tekin séu jarðvegssýni er, að búið sé
að mæla og kortleggja viðkomandi tún. Málin stóðu þannig,
er Rannsóknarstofan tók til starfa vorið 1965, að ekki voru
til kort eða ábyggilegar mælingar af neinu túni í öllum
Norðlendingafjórðungi, utan hvað mældur hafði verið nokk-
ur hluti túna í Norður-Þingeyjarsýslu. Það gefur auga leið,
að ekki er möguleiki á að hefja skynsamlega áburðarnotkun,
meðan ekki er vitað hvað landsvæði það er stórt, sem bera
þarf á. Eitt af fyrstu boðorðunum í áburðarmálum, á und-
an öllum efnagreiningum, er að gera sér fullkomna grein
fyrir því, hve stór tún þau eru, sem dreifa þarf áburði á.
Sumarið 1965 var unnið að því að mæla upp tún í þrem-
ur sýslum í fjórðungnum: Austur-Húnavatnssýslu, þar sem
mæld voru öll tún í Áshreppi, í Skagafirði voru mæld tún
í Skarðshreppi, Holtshreppi og í nokkrum hluta af Akra-
hreppi og í Suður-Þingeyjarsýslu voru mæld tún í hluta af
Ljósavatnshreppi og allur Bárðdælahreppur. Jarðvegssýni
voru síðan tekin úr túnum á flestum bæjum í nefndum
hreppum. Auk þessa voru tekin nokkur sýni úr túnum í
Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði og nokkur sýni bárust úr Þistil-