Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 26
skyndilegu fækkun dýranna um mitt sumarið, sem virðist vera almenn reynsla a. m. k. í Norðvestur-Evrópu. Að þetta er samt ekki einhlýt skýring, sést best af samanburði við línumynd 1, þar sem veruleg úrkoma er á lágmarkstímanum í júlí, samfara óvenjulegum kulda, þ. e. rakastig hlýtur að hafa verið hagstætt. Breytingar á næringarforða dýranna er einnig nærtæk skýring, en getur naumast stemmt svo saman fyrir hina ýmsu flokka dýranna, sem hafa verulega mismunandi fæðuval. Loks geta ævilengd og æxlunarhættir þeirra átt hér töluverð- an hlut að máli, þótt yfirleitt megi finna dýr af öllum aldurs- stigum allt sumarið. Síðast en ekki sízt geta svo einhver innri lögmál sjálfra dýranna verið hér að verki, og eru það efa- laust, enda þótt einhverjir ytri þættir geti spilað inn í feril- inn. Hausthámarkið, sem flestir smádýraflokkar í jarðveginum virðast hafa í sept./okt., er hins vegar að ýmsu leyti skýran- legt frá ytri áhrifum. Jarðvegshitinn er þá enn tiltölulega hár, en úrkoma og þarmeð rakastig jarðvegsins hefur jafn- aðarlega aukist verulega. Einnig leggst þá til mikið af jurta- leyfum á yfirborðinu og sveppagróður og örverulíf er þá líka oftast í hámarki. Við þessar aðstæður er það eðlilega kuldinn, sem verður einkum takmarkandi þáttur í byrjun vetrar, á okkar breiddargráðum, eins og sjá má á línumynd- unum. Við samanburð á tíðarfarsþáttum og dýrafjölda í jarðvegi verður auðvitað að taka tillit til þess, að utanaðkomandi áhrif, hvort sem þau eru hagstæð eða óha?stæð. h'ióta að koma fram nokkrum dögum eða jafnvel vikum síðar í mold- arlífinu, einfaldlega vegna þess, að það tekur sinn tíma fyrir dýrin að fjölga sér. Þannig gæti „aukalágmark“ liðdýranna í ágúst 1970 verið afleiðingar af júlíkuldunum. Samanburður við útlönd. Samkvæmt þeim heimildum sem fyrir liggja hér, og eru nær eingöngu frá löndum NV-Evrópu, sýna flestir flokkar smá- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.