Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 102

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 102
HUGLEIÐING UM BERGHLAUP Áhrif umhverfisins á menn eru mismunandi, sumir taka vart eftir nátt- úrunni umhverfis sig, aðrir hrífast af fegurð og stórfengleik hennar og enn aðrir sjá í henni óteljandi heillandi rannsóknarefni. Olafur Jónsson, sem um áratuga skeið var framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands, er einn þeirra, sem bæði heillaðist af íslenskri náttúru, og kom auga á óleyst rannsóknarefni. Hann lagði til atlögu við sum þessara verkefna, hvort sem þau voru innan landbúnaðarins, sent hann stundaði sem aðalstarf, eða þau tilheyrðu áhugamálum sem hann sinnti sem aukastarfi. Meginhluta þess sem Olafur hefur ritað um landbúnað má finna í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands, en skrifaðan texta um áhugamálin hefur hann m. a. varðveitt i hinum merku ritum Odáðhrauni og Skriðuföllum og snjóflóðum, þar sem hann á lifandi hátt fléttar saman jarðfræði og sögu. Enn hefur Olafur unnið þrekvirki og skrifað viðamikið og gagn- merkt rit um jarðfræðilegt efni. Rit þetta nefnist Berghlaup og lýsir Olafur þar af vísindalegri nákvæmni athugunum sínum á einni tegund skriðufalla. Berghlaup eru mun stórbrotnari en hinar venjulegu aur- skriður og verða þannig að stærri eða minni hluta fjallanna klofna eða hrynja fram. I fjallinu myndast oft djúpar skálar en framan við skálina má sjá hinar sérkennilegu hólaþyrpingar, og munu Vatnsdals- hólar kunnasta dæmið. I bókinni gefur Olafur fyrst almennt yfirlit yfir berghlaup, flokkar þau og greinir frá orsökum þeirra og eðli. Síðan er getið hátt á þriðja hundrað berghlaupa hérlendis og flestum þeirra lýst nákvæmlega í orðum, myndum og uppdráttum. Er bókin auðlesin og ættu flestir, sem á annað borð virða náttúruna fyrir sér, að sjá þar í nýju ljósi einhver náttúrufyrirbæri, sem þeir kannast við. Ræktunarfélag Norðurlands gaf bók þessa út í tilefni af áttræðis- afmæli höfundar 23. mars 1975. Er hér komið á markaðinn jarðfræði- rit, sem sómir sér vel meðal fræðirita innlendra og erlendra jarðfræð- inga, en einnig auðlesið rit sem almenningur hlýtur að hafa ánægju af að lesa. Bókin er 624 blaðsíður á góðum pappír og hefur prentun mynda og uppdrátta tekist vel. Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri prentaði bókina og er mjög vandaður allur frágangur hennar. Bjarni E. Guðleifsson. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.