Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1979, Blaðsíða 1

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1979, Blaðsíða 1
4íttA iréUabrél wrv heHbfigiiamal 11 1. tbl. 4. árg. Mars 1979 Utgefendur: Krabbamelnslélag Reykjavíkur og Krabbamelnsfélag Islands. Suðurgötu 24, 101 Reyk|avík. Samstartsnefnd um reyklngavarnir styrklr útgálu blaðsins. Ritstjórar: Þorvarður Ornóllsson (ábm.) og Jónas Ragnarsson Upplag: 32.000 eintök. Ljóssetning og offsetprentun: ODDI hf. LATIÐ í YKKURHEYRA Viljið þið koma á framfæri skoðunum ykkar á reykinga- málum? Þá er lilvalið tækifæri til þess núna, á barnaárinu. Ræðið þessi mál í bekknum, á fulltrúafundum bekkjanna eða i skólafélaginu og gerið um þau ályktanir. Dæmi um umraeðu- og álykt- unarefni: Veldur tóbaksreykur ykkur óþægindum eða jafnvel vanlíðan og hvenær helst? Haf- ið þið nokkrar almennar eða sérstakar tillögur fram að færa varðandi reglur um reyklausa staði eða farartæki? Ætti að banna að selja börnum (og unglingum) tóbak, fækka sölu- stöðum, setja aðvaranir og upplýsingar á sígarettupakka og aðrar tóbaksumbúðir? Þarf að efla baráttuna gegn reyking- um og þá hvernig? Eru fjölmiðl- arnir nógu virkir í þeirri baráttu? Sumar tillógur ykkar og álykt- anir kynnu að eiga fyrst og tremst erindi til tiltekinna aðila. Þá getið þið sjálf komið þeim á framfæri með bréfi eða sendi- boðum til þeirra sem í hlut eiga Aðrar kynnu að vera almenns eðlis og eiga frekast erindi i fjölmiðla. Ef þið óskið eftir get- um við birt þær i Takmarki. ? 4Í\ ^v* v. ' V\ [\ ^4 iH L/A VJPÍ r1 HEIMSÓKNIR í SJÖTÍU SKÓLAÍVETUR Fræðslustarf Krabbameinsfélagsins i grunnskólum hefur enn verið aukið á þessu skólaári og er nú víðtækara en nokkru sinni fyrr. fvlá raunar segja að þaö beinist með einhverjum hætti að nær öllum bekkjum grunnskólanna. frá 2. bekk (8 ára) upp í 8. bekk (14 ára). Atta og níu ára nemendur um allt land hafa fengið send tvö litabókarblöð sem eru sérútgáfa af Takmarki (sbr. 9. blað) og Takmark er í vetur sent öllum nem- endum 11 ára til 14 ára. Veigamesti þátturinn í fræðslustarfi Krabbameinsfélagsins eru þó heim- soknir starfsmanna félagsins í grunn- skólana Nú í haust reð félagið nýjan starfsmann. Birgi Finnbogason kenn- ara, sem var um árabil markvörður landsliðs okkar í handbolta. Um miðjan marsmánuð hofðu hann og Þorvarður Ornolfsson framkvæmdastjóri félags- ins heimsótt, annar hvor eða báðir, all- an 6 bekk. allan 7 bekk og nær allan 8 bekk í höfuðborginni, 12 kaupstöðum öðrum og 18 stöðum utan kaupstað- anna, víðsvegar um landið. Heimsókn- irnar hafa sums staðar einnig náð til annarra bekkja, bæði eldri og yngri, og samanlagt til meira en 11 þúsund nemenda i rúmlega sjötiu skólum. i langflestum skólunum á höfuð- borgarsvæðinu og allvíða utan þess hafa 6. bekkingar auk þess unnið eða munu vinna að hópverkefnum um áhrif og afleiðingar reykinga. Krabbameins- félagið hefur gefið út myndskreytt fræðsluefni í fjórum aðalþáttum (76 bls.) sem lagt er til grundvallar hóp- vinnunni og útvegar skólunum það að kostnaðarlausu. Félagið leggur sem fyrr mikla áherslu á sýningu vandaðra kvikmynda i skól- unum og eru þær flestar með íslensku tali. Eru að jafnaði sýndar mismunandi kvikmyndir eftir þvi hvaða aldursflokk- ar eiga íhlut I öllum bekkjum sem heimsóttir eru fá nemendurnir plaköt eða límmiða sem Samstarfsnefnd um reykinga- varnir hefur lagt til starfsins.

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.