Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1979, Blaðsíða 3

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1979, Blaðsíða 3
Fleiri reyklausa daga! Hvernig fannst ykkur reyklausi dag- urinn heppnast? Merkilega vel, þótti okkur hér hjá Krabbameinsfélaginu Auðvitaö voru ekki allir landsmenn jafn snortnir af hugmyndinni, við þvi var ekki að búast, svona í fyrsta sinn. Sumum fannst þetfa víst of mikil af- skiptasemi og aðrir trúðu ekki á ár- angur af þessu nýstárlega uppátæki þó að þeir væru ekki mótfallnir því í sjáltu sér. En miklu fleiri, já ótrúlega margir, tóku hugmyndinni vel og ákváðu að vera með — reyna það að minnsta kosti — ef ekki til að sýna velþóknun á málstaðnum þá af eins konar keppnis- anda! Allt bendir til að þúsundir reyk- ingamanna, ef ekki tugþúsundir, hafi annað hvort sleppt því að reykja þenn- an dag eða reykt mun minna en endranær. Og víst er að fjölmargir not- uðu tækifærið til að segja skilið við sígarettuna, vindilinn eða pípuna til frambúðar Undirbúningurinn undir reyklausa daginn og áróðurinn fyrir honum varð til þess að víða, bæði á vinnustöðum og heimilum, var meira rætt en venju- lega um reykingamál og þá ekki sist um rétt þeirra sem reykja ekki. Og marg- vísleg fræðsla um áhrif og afleiðingar reykinga kom fram í fjölmiðlum í sam- bandi við þennan minnisstæða dag Allt þetta ætti að stuðla að minnkandi tóbaksreykingum á íslandi — og þá er tilganginum náð. Þetta veggspjald var prentað í tuttugu þusund eintökum og því dreift víða um land til að minna á fyrsta reyklausa daginn hér á landi. Munió rcyklausan dag þriöjudagínn ll.jjanúar Bornin og unglingarnir létu ekki sitt eftir liggja að þessi fyrsta tilraun með reyklausan dag á íslandi tækist vel Nemendur í 7. bekkjum grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu dreifðu þús- undum veggspjalda sem minntu á reyklausa daginn og trúlega hafa grunnskólanemar víða annars staðar tekið að sér að dreifa spjaldinu Tak- marki er auk þess kunnugt um að sums staðar gáfu skólabörnin út sin eigin dreifirit til að minna á reyklausa dag- inn, svo sem á Seyðisfirði, þar sem ný- stofnað félag nokkurra sjöttubekkinga dreifði slíku blaði í hvert hús 22. janúar. i Breiðholtsskóla í Reykjavík gáfu stelpur i 6. A út blað af tilefni dagsins Sjöttubekkingar í grunnskólanum í Stykkishólmi fóru á alla vinnustaði á reyklausa daginn og könnuðu hve vel menn héldu boðorð dagsins. Víða fylgdust nemendurnir rækilega með því hvort kennarar þeirra „dirfóust að reykja" í skólunum á þessum degi hreina loftsins. Meðal þess athyglisverðasta sem gerðist þennan margumrædda dag var sú ákvörðun nokkurra kaupmanna að selja ekki tóbak þann daginn Ferfalt SÍGARETTAN OG ELDURINN Páll var búinn að reykja í mörg ár svo að hann var orðinn hálfgerður sjúkl- ingur af völdum nikótínsins Hann var búinn að liggja nokkuð lengi á spítala. Þar var brýnt fyrir hon- um að hætta að reykja og honum gefin nokkur góð ráð til hjálpar. Þegar hann var kominn heim byrjaði hann aftur, en þó minna en áður. Svo var það eitt kvöldið að Páll hafði verið að horfa á sjónvarpið og var með síga- rettu. Hann lá í sófanum en fór svo smám saman að dotta og svo fór að hann sofnaði. En þegar hann var sofn- aður féll sígarettan úr hendi hans niður á gólf svo að glóðin féll í teppið. Þar fór smám saman að loga. Er eldurinn náði til hans, svo að hann hrökk upp, var kominn mikill eldur í húsið. Páll slapp undan eldinum en það sama var ekki hægt að segja um húsið því það var mjög mikið brunnið. Eftir þetta reykti Páll ekki. Tumi H. Helgason, 1 1 ára, Urðarteigi, S.-Múl. húrra fyrir þeim! Vonandi verða miklu fleiri til þess næst að taka tóbakið úr hillunum og loka það niðri. Vel á minnst, hvaða verslun ætlar að verða fyrst til þess að gera kunnugt að hún sé alveg hætt að bjóða viðskipta- vinum sínum upp á þessa heilsuspill- andi vöru? Eftir undirtektunum nú að dæma virðist sjálfsagt að stefna að reyklaus- um degi á svipuðum tíma á næsta ári. Eflaust munu margir kjósa að fá fleiri en einn slíkan árlega og markmiðið er auðvitað að reyklausu dagarnir komi sjálfkrafa, hver á fætur öðrum, þegar fram í sækir. □ HVAÐ ER ÆXLI? Æxli er óeðlilegur vefur sem vex örar en vefirnir umhverfis hann og án tillits til þeirra eða þarfa líkamans og tekur ekki þátt í eðlilegri starfsemi líffær- anna Æxli geta myndast hvar sem er í likamanum Þau eru mjög ólík að byggingu og flest líkjast þau nokkuð þeim vef eða því líffæri sem þau eru vaxin frá. Oft myndast þau í vefjum sem eðlilegt er að séu sifellt að end- urnýjast, t. d. i húð eða slímhúð. Greint er á milli tvenns konar æxlistegunda, góðkynja æxla og illkynja. Góðkynja æxli kemur fyrst í Ijós sem lítil arða eða kúla, stækkar hægt og hægt og getur með tíð og tíma orðið stærðar- hnútur. Þess konar æxlisvöxtur er yfirleitt meinlaus. skemmir ekki vefina i kring og breiðist ekki út um líkamann. Dæmi um góðkynja æxli eru fituæxli undir húð sem eru algengt fyrirbæri lllkynja æxli, öðru nafni krabbamein, vaxa aftur á móti oftast hratt og taka með tíman- um að ryðjast inn í vefina i kring, auk jaess sem frumur geta borist frá æxlisvefnum til nálægra og fjarlægra liffæra og myndað þar ný æxli, svonefnd meinvörp. Ef ekki tekst að stöðva aexlisvöxt- inn dregur hann sjúklinginn til dauða □

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.