Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1979, Blaðsíða 4

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1979, Blaðsíða 4
SKYNDILEG . DAUÐSFÖLL Ivj »■ Reykingar virðast flýta mjog tyrir N s hrornun kransæðanna og auka þannig // stórlega áhættuna á skyndidauða Á fundi bandariska hjartafélagsins skýrði dr Richard Naeye við Hershey lækna- skólann fréttamónnum frá því að í fer- tugum manni sem væri búinn að reykja í 20 ár litu þessar smáu slagæðar út eins og í sjötugum manni sem hefði ekki reykt. Þessa staðhæfingu byggði hann á nokkur hundruð krufningum CCSH Newsletter, 2/1979 Munar um minna Tóbaksreykingar eru orsakaþáttur krabbameins í lungum, munni, hálsi, vélinda, barkakýli og hugsanlega í blöðru Athuganir á dánarlíkum fólks með mismunandi reykingavenjur benda til að ef reykingar hyrfu úr sög- unni myndi fjöldi karla sem deyja úr lungnakrabbameini lækka um 90— 95% og úr krabbameinum í heild um 40%. Sir Richard Doll, breskur læknir og prófessor, J.R.C.P., janúar 1977. HÆGFARA SJÁLFSMORÐ Nýjasta skýrsla bandaríska land- læknisins um reykingar var birt 11. janúar s. I ( niðurstöðum skýrslunnar segir að hætturnar sem fylgja reyking- um hafi verið vanmetnar þegar fyrsta skýrslan var logð fram árið 1964. I sið- ustu skýrslu er það sérstaklega dregið fram hvert hættuspil reykingarnar eru fyrir konur, iðnverkamenn, börn og unglinga. Joseph Califano heilbrigðis- ráðherra Bandaríkjanna, sem lagði fram skýrsluna, kallar reykingar ,,hæg- fara sjálfsmorð" (slow motion suicide) og lýsir þeim sem þjóðarböli sem kunni að kosta þjóðina 346 000 mannslíf á ári Talið er að tjón bandaríska þjóðfé- lagsins vegna reykinga nemi árlega um 18 milljörðum dollara (um 5846 mill- jörðum islenskra króna). □ Glataðir vinnudagar Samkvæmt nýjasta fréttabréfi bresku samtakanna ASH (Action on Smokmg and Health) glatast breska iðnaðmum 50 milljón vinnudagar ár- lega vegna sjúkdóma af völdum reyk- inga. □ Getraun Takmarks 1978: 165 VINNINGAR ÚR 5600 LAUSNUM Þátttakan i getrauninni i desem- berblaðinu var meiri en i þau tvö skipti sem sambærileg getraun hefur verið áður í Takmarki. Alls bárust meira en 5600 lausnir. Flestar voru þær réttar, enda var getraunin byggð þannig upp að sem flestir gætu leyst spurning- arnar. Helst varð þátttakendum það á að rugla saman lungna- krabbameini og lungnaþembu en réttar lausnir voru þannig: 1. Reykingar 2. Eldhætta. 3. Kolsýrlingur. 4. Lungnakrabbamein. 5. Andremma. 6. Sígaretta. 7. Tjara. 8. Lungnaþemba. 9. Ammoníak. 10. Nikótín. Við tengum hinn landsþekkta trettamann og skemmtikraft Omar Ragnarsson til að draga úr lausnum sem bárust. Hann reyndi að velja sem víðast ur hinum mikla 1 jölda lausna. m. a. af botninum. eins og sést á mynd- inni. Þegar Omar var spurður um alit á reykingum og baráttunni gegn þeim sagði hann: ..Það er svo ótal margt skemmtilegt sem hægt er að gera í staðinn tyrir að reykja. Langbest er að byrja aldrei. Þess vegna er reykinga- varnastarfið i skolunum svo mikils virði. Eg styð það heils hugar." Ásamt þeim stöfum sem voru gefnir upp mynduðu upphafsstafir lausnarorðanna slagorðið: REYK- LAUST LAND. Þegar dregið var um verðlaunin fimmtán sem tilkynnt hafði verið um komu upp eftirtalin nöfn: 1. verðlaun: Sveinbjörn Stein- þórsson, 2. bk., Hafnarskóla, Hornafirði. — 2. verðlaun: Elínrós Sigurðardóttir, 5. bk., Hvolsskóla, Hvolsvelli. — 3.-7. verðlaun: Heiða Jóna Hauksdóttir, 8. F, Víghóla- skóla. Kópavogi. Ingibjörg A. Elíasdóttir, 5. bk.. Barnaskóla Akraness. Gísli Rúnar H jaltason. 5. bk., Fossvogsskóla, Reykjavík. Sveinn H. Svansson, 8. D, Víghóla- skóla, Kópavogi. Hildur B. Haf- stein, 6. S.S., Vogaskóla, Reykja- vík. — 8.-15. verðlaun: Gitta Ár- mannsdóttir, 5. bk., Árskógar- skóla, Eyjafirði. Þórður Þórðarson Waldorff. 6. bk.. Grunnskólanum, Grindavík. Þórhallur Skúlason, bekk 11, Hólabrekkuskóla, Reykjavik. Eyþór Ingi Jóhannsson, 9. A, Hagaskóla, fleykjavík. Dóra Þórðardóttir Waldorff, 8. bk., Grunnskólanum, Grindavík. Guð- mundur Ragnar Steingrímsson, 6. Z, Víðistaðaskóla, Hafnarfirði. Kol- brún Helgadóttir, 4. bk„ Grunn- skólanum. Akranesi. Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir. Grunnskólanum Flateyri. Þar að auki var dregið um 150 hljómplötur sem Samstarfsnefnd um reykingavarnir ákvað að gefa vegna hinnar miklu þátttöku. Þetta var platan „Burt með reykinn" sem gefin var út í tilefni af reyklausa deginum. Skrá um hina heppnu verður ekki birt hér, vegna takmarkaðs rýmis í blaðinu. en þeim hefur öll- um verið send platan. Þess má geta að vel var „hrært í" lausnarseðlunum svo að allir ættu sem jafnasta möguleika á að fá vinning. Þær lausnir sem bárust á blöðum sem voru öðruvísi en lausnarseðlarnir höfðu allar verið færðar inn á slíka seðla. □

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.