Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1979, Blaðsíða 1

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1979, Blaðsíða 1
-líttd &éttobrét -wrv heiibógóismói 2. tbl. 4. árg. Maí 1979 Utgefendur: Krabbameinsfélag Reykjavikur og Krabbameinsfélag Islands, Suðurgötu 24, 101 Reykjavík. Samstarfsnefnd um reykingavarnir styrkir útgáfu blaðsins. Ritstjórar: Þorvarður örnólfsson (ábm.) og Jónas Ragnarsson. Upplag: 32.000 eintök. Ljóssetning og offsetprentun: ODDI hf. AFREKSFÓLKIÐ • reykir EKKI Undanfarna mánuði hefur vegg- spjaldinu sem myndin er af verið dreift víða um land. Fimmmenningarnir sem þar sjást, Lára, Hugi, Hreinn, Þórunn og Guðmundur, eru verðugir fulltrúar þess fólks sem er í fremstu röð í íþrótt- um hérlendis. I þessu blaði Takmarks birtum við umsagnir annarra fimm íþróttamanna sem einnig eru lands- þekktir Auk þeirra skrifa i blaðið landsliðsþjálfarinn í sundi og náms- stjórinn í íþróttum Allt er þetta fólk einhuga í afstöðu sinm gegn reyking- um Það er ánægjulegt til þess að vita að langflestir bestu íþróttamenn landsins hafa tekið slika afstóðu og heilu landsliðin eru reyklaus Það var Birgir Finnbogason sem afl- aði iþróttaefnisins i blaðið □ Menntamálaráðherra: Von um verulegan árangur Fyrir einu ári birtust hér í Takmarki ummæli þáverandi menntamálaráð- herra, Vilhjálms Hjálmarssonar, um baráttuna gegn reykingum. Nú er Ragnar Arnalds ráðherra menntamála, en undir það embætti heyra m.a. íþróttamál, æskulýðsmál og að sjálfsbgðu fræðslumál. Hann hefur þetta til malanna að leggja: ,,Á síðustu árum hafa menn gert sér æ gleggri grein fyrir skaðsemi tóbaks- reykinga. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að reykingar eru ekki aðeins hættu- legar þeim sem reykja heldur einnig skaðlegar fólki sem andar að sér tóbaksreyk frá reykingamönnum I Ijósi þessara staðreynda hafa stjórnvöld tekið þátt i aðgerðum sem miða að því að draga úr tóbaksreyk- ingum, og ber þar hæst lagasetningu Alþingis sem felur í sér bann við hvers konar tóbaksauglýsingum. í þessum lögum eru jafnframt ákvæði sem heim- ila að banna reykingar i húsakynnum sem eru til almenningsnota. Þá er heimild til að setja takmarkað eða al- gjört bann við reykingum í samgöngu- tækjum og er slíkt bann nú að nokkru leyti í gildi. Það er þó öruggt að lítill árangur vinnst í baráttunni gegn tóbaksreyk- ingum nema til komi skilningur og stuðningur almennings Sú almenna umræða sem orðið hefur í þjóðfélaginu síðustu þrjú ár um skaðsemi tóbaks- reykinga ber vissulega vott um að fólk er að vakna til vitundar um mikilvægi þessarar baráttu. Ánægjulegast er þó að verða vitni að öflugri hreyfingu grunnskólanemenda gegn tóbaks- VEGGSPJALDA- SAMKEPPNI? Til stóð að efnt yrði í vor til alþjóðlegrar samkeppni barna og unglinga um gerð vegg- spjalda (plakata) gegn reyk- ingum. Því miður varð ekki af þessu en nú hefur Krabba- meinsfélagið til athugunar að halda slíka keppni hér í haust og er mjög líklegt að af því geti orðið. Verður þá sagt frá því í októberblaði Takmarks og greint frá tilhögun keppninnar og verðlaunum sem gera má ráð tyrir að verði ekki af lakara taginu. ^ reykingum. Takist að vinna málinu stuðning meðal æskunnar er von um verulegan árangur. Sú forysta sem nemendur hafa tekið í þessari baráttu gefur vonir um að reykingar muni heyra til undantekninga meðal kom- andi kynslóða." Ragnar Arnalds.

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.