Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1979, Blaðsíða 3

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1979, Blaðsíða 3
frá sér ákveðnum styrk sem betur væri varið til líkams- uppbyggingar en í þýðing- arlausan sígarettureyk JANUS GUÐLAUGSSON landsliðsmaður í hand- knattleik og knattspyrnu Reyklaust landsliö í sundi Á þeim tíma sem ég hef verið viðriðinn landslið íslands í sundi, það er frá árinu 1964, hefur enginn sundmaður í því reykt. Þetta á ekki aðeins við um lands- liðið í sundi heldur um alla þá er æfa sund af alvöru með hámarksgetu í huga. Hvers vegna skyldi sundfólk ekki reykja eins og margir aðrir? Ástæðurnar eru augljósar öllum sem eitthvað þekkja til þess. Sundfólkið eyðir mjög miklum tíma til æfinga, meiri en flest annað íþróttafólk. Sá sem ætlar að ná langt i sundíþróttinni verður að verja 20—30 klst. á viku í æfingar. Sundfólkinu er Ijóst að reykingar draga úr afkastagetu þess. Það veit að ef það reykti hefði það 20—30% minna þol og þrek en ella Til hvers er þá að leggja á sig allar þessar æfingar, ef brjóta á strax niður það sem byggt er upp? Ég hef átt þess kost að æfa með og þjálfa sumt af besta sundfólki heimsins um skemmri eða lengri tíma. Enginn þessara sundmanna reykti og öllum fannst slíkt fráleitt. Það sem hér er sagt á ekki bara við um afreksfólk í íþróttum. Sömu staðreyndir gilda um hinn almenna borgara. Þrek hans og þol mun minnka með reyking- um, svo ekki sé nú minnst á kostnaðinn og alla þá kvilla er fylgja þeim. Lesandi góður, hugsa þú þig um þrisvar áður en þú reykir. Ég vona að allir dagar í framtíð þinni verði reyklausir, séu þeir það ekki nú þegar. Það er þér og öllu þjóðfélaginu fyrir bestu. GUÐMUNDUR Þ. HARÐARSON þjálfarí landsliðsins í sundi. REYKLAUSIR BEKKIR í 119 SKÓLUM Ef reykingar freistuðu manns þá gæti maður alveg eins lagt skóna á hilluna. Hlauparar æfa fyrst og fremst öndunar- og æða- kerfi sitt og afreksgetan fer að mestu leyti eftir aðlög- unarhæfni þeirra þátta líkamsstarfseminnar. Það er Ijóst að tóbaksreykur í lung- um og níkótín í æðum hafa neikvæð áhrif á getuna. Það væri álíka og að hlaupa í lokuðu loftlausu herbergi, maður fyndi fljótt til hálf- gerðrar lömunar þar sem vöðvar mundu þjást af súr- efnisskorti LILJA GUÐMUNDSDÖTTIR Kristin í millivegalengdahlaupum Enn hafa borist yfirlýsingar frá sjö reyk- lausum bekkjum, þannig að fjöldinn í vetur komst upp í 274 Endanleg skipting eftir fræðsluumdæmum er þessi: Reykjavík 57, Reykjanes 52, Vesturland 24, Vestfirðir 25, Norðurland vestra 16, Norðurland eystra 41, Austurland 26 og Suðurland 33. Bekkir þessir eru í samtals 119 skólum. Eftir bekkjum er skiptingin þessi: 166 sjöttu bekkir, 69 sjöundu bekkir, 30 áttundu bekkir og 8 niundu bekkir. Auk þess er einn 10. bekkur, það er fyrsti bekkur framhalds- deildar, sem strangt tekið tilheyrir ekki grunnskólanum en telst hér með Viðbótarbekkirnir frá því í síðasta blaði eru þessir: 6.K, 6.L og 6.M Álftamýrarskóla, Reykjavík. - 6. bk. (st. 5) Barnaskóla Húsa- víkur. - 6. F. Breiðholtsskóla, Reykjavík. - 6. bk. Grunnskólanum Austur-Landeyjum. Rangárvallasýslu. - 7. R.F. Langholtsskóla, Reykjavík. Á skránni yfir reyklausa bekki í desemberblaðinu féll niður 7 B Grunnskól- anum í Borgarnesl. Við biðjum lesendur að hafa í huga að næsta vetur verður þráðurinn enn tekinn upp og viðurkenningar veittar reyklausum bekkjum sem þá verða. Vonandi verða þeir margir. □ I sígarettunni sumir kveikja og svæla og reykja. í þeim er tjara og bíddu bara því brátt muntu fara. Líney Laxdal, 12 ára, Barnask. Svalbarðseyri. Reykingar eru ósiður. Það verður enginn friður innra með yður fyrr en þú leggur hann niður. Jón Kristinn Sigurðsson, 12 ára, Vogaskóla, R. Ef sigarettu upp í þig þú treður engan mann þú gleður. Því reyklngar eru mesta mein sem komið hefur í þennan heim. Hermann Örn Ingólfsson, 12 ára, Barnaskóla Akureyrar. Að ég ekki reyki af því mér ég hreyki. Ég vona að sama sé um þig sannlega mundi það gleðja mig. Anna Lísa Baldursdóttir, 12 ára. Barnaskóla Akureyrar. Ef þú ert barnshafandi og reykir eins og fjandi þá muntu gera barni tjón úr því þú reykir eins og flón. Kristín, Erla og Hildur, 12 og 13 ára, Vogaskóla, R Byrjaðu aldrei á að reykja því eiturgufur lungun veikja hindra öndun og æðaslátt líkamann allan þær leika grátt. Ragna Leifsdóttir, 12 ára, Barnaskóla Akureyrar.

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.