Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1979, Blaðsíða 4

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1979, Blaðsíða 4
NADIA REYKIR EKKI! Ég efast ekki um að þú, kaeri lesandi, reykir ekki. Hún veit nefnilega, af því að kannast vel við nafnið Nadia Comm- aneci — nafnið á rúmensku stúlkunni sem vann hug og hjörtu áhorfenda á Ólympíuleikunum síðustu í Montreal með frábaerri frammistöðu sinni í fim- leikum Þá var hún aðeins 14 ára að aldri. Nú er hún orðin 17 ára og er enn meðal bestu fimleikakvenna í heim- inum Hver veit nema hún verði sigur- sæl á næstu Ólympíuleikum Nadia hefur þjálfað fimleika í mörg ár og lagt hart að sér eins og allir verða að gera sem ætla sér að komast í fremstu röð íþróttamanna í hvaða íþróttagrein sem er Hún hefur líka ávallt gætt þess að stunda æfingar vel og lifa reglu- sömu li'fi. Annars hefði hún ekki náð svona langt í iþrótt sinni. Eitt af því sem hún hefur forðast að gera er að reykja. Veist þú hvers vegna? Auðvitað veit Nadia eins og þú að reykingar skaða heilsuna og valda sjúkdómum. En það eru líka aðrar ástæður fyrir þvi að hún Til fyrirmyndar Það vakti mikla athygli þegar tennisleikararnir Jimmy Connors og Björn Borg voru að hefja leik í meistarakeppni í Madison Square Garden í Bandaríkjunum að þeir báðu áhorfendurna að reykja ekki á meðan þeir léku. Fyrst sló þögn á hópinn en síðan kvað við dynjandi lófatak. Gott væri að fleiri tækju sér þá til fyrirmyndar. xime, 24. apríi 1978. Ef þú reykir ekki... hún er íþróttakona, að reykingar hafa slæm áhrif á þjálfun og árangur íþróttamanna vegna þess að þær draga úr starfsgetu líkamans, einkum ef mikið er reykt og afleiðingin er m.a. sú að hann þolir siður áreynslu eins og í erfiðri þjálfun og keppni. Veist þú hvernig á því stendur að starfsgeta líkamans minnkar við að reykja? Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að reykingar torvelda lung- um, hjarta og blóði að sjá líkamanum fyrir nægilega miklu súrefni. Þegar sigarettur eru reyktar setjast efni úr reyknum ásamt slími, sem myndast fyrirtilverknað þeirra, í lungun og valda því að geta lungnablaðranna til þess að þenjast út og taka við lofti, þegar maður andar að sér, minnkar verulega. Reykingar valda því líka að blóðið á erfiðara með að taka við súrefninu. I sígarettureyknum er kolsýrlingur sem bætist við þann litla kolsýrling sem fyrir er í blóðinu af eðlilegum ástæðum. Þessi aukning á kolsýrlingi torveldar súrefninu að komast inn i blóðið Af- leiðingin af þessu er sú að blóðið fær minna en ella af súrefni til þess að flytja vefjum líkamans og hann ..þjáist" í raun af súrefnisskorti. I þjálfun íþrótta- manna er hins vegar stefnt markvisst að því að auka starfshæfni lungna og getu þeirra og hringrásarinnar til þess að taka upp súrefni, því án súrefnis þolir líkaminn ekki áreynslu til lengdar. í sumum íþróttagreinum, eins og t.d. hlaupum, hjólreiðum, sundi og skíða- göngu er árangurinn í beinu samræmi við getu lungna og hringrásar til þess að taka upp súrefni. Ef þú reykir... Eitt af þeim skaðlegu efnum sem eru í sígarettureyknum heitir nikótín Það hefur margvísleg áhrif á starfsemi likamans, t.d. lamar það taugakerfið, þrengir æðar og eykur blóðþrýsting- inn Þegar æðarnar, sem flytja hjarta- vöðvanum blóð, þrengjast fær hann ekki nóg af súrefni og það er ástæða fyrir því að reykingamenn finna oft til í hjartanu Fleiri dæmi er hægt að nefna um afleiðingar reykinga fyrir þjálfun iþróttamanna Sumar afleiðingar, eins og t.d sjúkdómar í öndunarfærum, slæm melting og truflanir í starfi melt- ingarfæranna, valda ekki aðeins óþægindum heldur oft á tíðum líka því að gera verður hlé á þjálfuninni — kannski svo dögum skiptir, eða þá að t draga þarf úr henni vegna þess að" íþróttamaðurinn getur ekki á sér heil- um tekið. Á þessu getur þú séð að reykingar og íþróttaþjálfun eiga ekki saman. Áhrifin á líkamann eru þveröfug Nadia gerir því rétt að reykja ekki. Það á heldur enginn iþróttamaður að gera og allra síst þeir sem eru ungir og upprennandi í íþróttum, sem öðru, nær maður ekki góðum árangri nema maður leggi sig allan fram við æfingar og gæti þess aö láta ekkert verða til (Dess að hindra það að settum mörkum verði náð Þú skalt því taka Nadiu þér til fyrirmyndar — hún er góð fyrirmynd. Reykingar skaða þig aðeins. Iðkaðu íþróttir en reyktu ekki. DR. INGIMAR JÓNSSON námsstjóri í íþrottum

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.