Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.11.1979, Blaðsíða 1

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.11.1979, Blaðsíða 1
4M kétíobtél -um heiibwgólsmót 13 3. tbl. 4. árg. Nóvember 1979 Útgefendur: Krabbamelnslélag Reyk|avíkur og Krabbamelnslélag Islands, Suðurgðtu 24, 101 Reykjavík Rltit|órar: Þorvarður ðmólfison (ábyrgðarmaður) og Jónas Ragnarsson. Upplag: 33.000 elntðk. L|ós- setnlng og ottsetprentun: ODDI hl. Aukin tíðni lungnakrabbameins á íslandi: TVÖFÖLDUN Á TÆPUM TVEIMUR ÁRATUGUM Nú er hvarvetna viðurkennt að síga- rettureykingar séu langveigamesta or- sbk lungnakrabbameins í þeim lönd- um þar sem sígarettureykingar urðu fyrst algengar er þessi sjúkdómur, sem eitt sinn var sárafágætur, orðinn svo tíður að jaðrar við landfarsótt. Sem betur fer er Island ekki í hópi þessara landa. Hér færðust sígarettu- reykingar ekki verulega í vöxt fyrr en um og eftir síðari heimsstyrjöld, ára- tugum seinna en víða annars staðar. Síöan hafa þær aukist stórlega og af- leiðingarnar meðal annars komið fram í siaukinni tíðni lungnakrabbameins bæði hjá körlum og konum. Krabbameinsfélag íslands hefur frá og með árinu 1955 haldið skrá um alla þá sem greindir hafa verið með Vetrarstarfið hafið Fræðslustarf Krabbameins- félags Reykjavíkur í skólum landsins hófst að nýju i lok septembermánaðar. Starfið verður með svipuðu sniði og siðastliðið skólaár en þá náði það til um 15 þúsund nemenda í 94 skólum víða um land, auk þess sem Takmarki var dreift til fjögurra aldursflokka í öllum skólum landsins. í haust tók Sigurður Ragn- arsson við starfi fræðslufulltrúa hjá félaginu. Munu þeir Sigurð- ur og Þorvarður örnólfsson heimsækja skóla, ræða við nemendur og sýna þeim kvik- myndir. Auk þess mun ungur læknir, Snorri Ólafsson, vinna hjá félaginu fyrri hluta vetrar. ? krabbamein hér á landi. Er meðfylgj- andi línurit byggt á upplýsingum úr skránni. Sýnir það hvernig svonefnt nýgengi lungnakrabbameins — þ.e. fjöldi nýrra sjúkdómsgreininga árlega af hverjum 100.000 íbúum, körlum annars vegar og konum hins vegar — hefur breyst síðan þe"ssi skráning hófst. Hér er miðað við fjögur sex ára tímabil og reiknað út meðalnýgengi innan hvers þeirra. í Ijós kemur að tiðnin, þannig reikn- uð, hefur hjá körlum aukist úr 11.9 í 22.5 á ári eða um 89% en hjá kon- umúr6.2í14 6eðaum 135% frá fyrsta skeiðinu til þess síðasta. Fjöldi tilfella síðustu árin hefur verið um fimmtíu á ári. Því miður mun tæpast vera von til að þessi óheillaþróun sé i þann veginn að stöðvast; við höfum víst ekki enn sopið seyðið af auknum reykingum á síðustu áratugum. En við getum þó valdið 20 15 10 5 55-60 61 -66 67 72 73-78 miklu um hve langt hún kemst og stuðlað að því að lungnakrabbamein verði aftur fátíður sjúkdómur hér á landi. Takmark lætur lesendur sína um að ráða í hvernig það geti orðið. ? KINVERJAR ERU LOKS FARNIR AÐ ÁTTA SIG Á HÆTTUNNI Kínverjar, mesta tóbaksræktarþjóð í heimi, eru nú loksins farnir að viður- kenna opinberlega að tóbaksreykingar séu hættulegar. Núverandi valdhafar vara eindregið við heilsuspillandi áhrifum reykinga og fyrstu skrefin hafa verið stigin í þá átt að banna reykingar á opinberum stöðum. Kurteisi Kínverja er við brugðið Þegar Joseph Califano, þáverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og ötull baráttumaður gegn reykingum, var í heimsókn í Peking fyrir nokkru var frá því skýrt að kínverskir ráðherrar hefðu bannað að reykja I ráðstefnu- sölum hins opinbera meðan á heim- sókninni stóð og allir öskubakkar voru teknir burt. Sérstök áhersla virðist lögð á aö sporna gegn reykingum æskufólks. Til dæmis má nefna að dagblað í Yunnan fylki í Suðvestur-Kína birti nýlega grein frá þremur nafnkunnum læknum þar sem skorað var á ungt fólk að hætta að reykja og á skóla að taka upp fræðslu um áhrif reykinga á heilsufar. Valdhafar kenna „fjórmenningun- um" svonefndu um það hve linlega yf- irvöld tóku áður á reykingavandamál- inu. ASH Informatlon Bulletin. Tobaken och Vi.

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.