Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.11.1979, Qupperneq 2

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.11.1979, Qupperneq 2
ASH og réttindaskrá barnanna Árið 1971 gekkst konunglega breska læknafélagið fyrir stofnun samtaka í Bretlandi í þeim tilgangi að minnka reykingar og draga úr skaðlegum afleiöingum þeirra Samtökin nefnast á ensku Action on Smoking and Health sem er skammstafað ASH (það getur þýtt „aska"). Stjórn þeirra og aðal- stöðvar eru í London. Meðal for- ustumanna ASH eru víðfrægir læknar og verndari samtakanna er hertoginn af Gloucester. ASH stendur fyrir margs konar verkefnum til reykingavarna og er miðstöð upplýsinga- og fræðslu- starfsemi á því sviði. M a. gefa samtökin út fréttabréf (ASH In- formation Bulletin) sem kemur út tvisvar i mánuði meö nýjustu upp- lýsingum um ýmsar hliöar reyk- ingavandamálsins og baráttuna gegn reykingum. Nokkrar svæðisbundnar eða staðbundnar ASH-deildir hafa veriö stofnsettar, m.a. í Skotlandi og á Norður-lrlandi. I blaði noröur-írsku deildarinnar, ASH News, sáum viö í sumar svonefnda Réttindaskrá barna, sem Skotlandsdeildin átti upphaflega hugmynd að, og Tak- mark leyfir sér hér með að birta í lauslegri þýðingu. Meðfylgjandi teikning er hins vegar úr auglýs- ingu frá norsku tóbaksvarnastofn- uninni þar sem varað er við reyk- ingum í návist barna, sbr. 2. lið í réttindaskránni. RÉTTINDI BARNA 1. Sérhvert barn í móðurkviði á rétt til að vera laust við tóbaks- mengun svo að ekki sé spillt möguleikum þess að fæðast heil- brigt. 2. Sérhvert barn á rétt til að alast upp í hreinu andrúmslofti heima fyrir og i samfélagi sínu. 3. Sérhvert barn á rétt til heilbrigðisfræðslu. 4. Sérhvert barn á rétt til verndar gegn auglýsingum sem sýna reykingar sem þátt í ettirsóknarverðu lífi eða tengja þær við íþróttir eða aðra heilbrigða lífshætti. 5. Sérhvert barn undir 16 ára aldri á rétt til þess að lög veiti því örugga vernd gegn tóbakssölu. Teikningarnar at Ferdinand hafa birst I Morgunblaðinu árum saman Ölikt ýmsum öðrum teiknimyndapersónum mun hann aldrei hafa verið sýndur reykj- andi. nema í þessari einu myndaröO sem hér fylgir. En konan sem sat meO honum til borOs kenndi honum í eitt skipti fyrir öll aO reykingar eru ekkert einkamál þeirra sem reykja. Nú eru HOin fimm ársíðan myndirnar birtust og Ferdinand virðist hafa látið sér þetta að kenningu verOa Takmark mælir ekki beinlínis með aOferð konunnar en hún hefur þó haft tilætluð áhrif. Birt með sérstðku leyfl frá P. I. B . Kaupmannahðtn Reykingar og bílslys Fyrir 10 árum kom það í Ijós við könnun, sem bandarískt vátrygginga- félag lét gera í stórborginni Los Ange- les, aö bílslys voru nær helmingi tíöari hjá reykingamönnum en þeim sem reyktu ekki. Eftir þetta bauö félagið sérstakan afslátt af iðgjöldum bíleig- enda sem reyktu ekki. Fleiri kannanir hafa leitt til svipaðrar niöurstöðu um samband reykinga og bílslysa, sbr. t.d. frétt í Takmarki nr. 2. Nú hefur heilbrigðisstofnun í Frakk- landi, sem lætur sig sérstaklega varða umferðarslys, skorað á frönsku ríkis- stjórnina að efna til herferðar gegn reykingum við akstur. Opinberar tölur sýna að 650 Frakkar létu lífið og 17.000 slösuðust árið 1978 af ástæðum sem raktar voru til reykinga í bílum. Athygli bílstjórans dreifist þegar hann nær sér í sígarettu, kveikir í henni eða missir hana. Einnig hafa vísindalegar rann- sóknir sýnt að Ijósnæmið í augum reykingamanna minnkar vegna súr- efnisskorts sem stafar af reykingum. Sé bíl ekið í myrkri þarf reykingamaö- urinn því öflugri Ijós en sá sem reykir ekki. Rannsóknir sýna að sjónskerpa getur minnkað um fimmtung eftir að menn hafa reykt aðeins fjórar sígarett- Ur. Cancer News, ASH News, AFD

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.