Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.11.1979, Blaðsíða 3

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.11.1979, Blaðsíða 3
Sókn er besta vörnin: GÓÐ REYNSLA AF TÓBAKSLÖG GJÖF I NÁGRANNALÖNDUNUM (slendingar voru þriðja Norður- landaþjóðin sem lagði blátt bann við öllum tóbaksauglýsingum. Gerðist það þegar lögin um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum tóku gildi, 1. júní 1977. (Sjá Takmark nr. 4). Skömmu áður höfðu Norðmenn og Finnar stigið þetta skref með víðtækri tóbakslöggjöf, sem tók gildi í Noregi 1. júlí 1975 og í Finnlandi 1. mars 1977. Höfðu Finnar greinilega tekið norsku lögin sér til fyr- irmyndar en gengu þó að ýmsu leyti enn lengra. Bæði í norsku lögunum og þeim finnsku eru ákvæði sem eru ekki í okkar tóbakslögum Til dæmis kveða þau á um skyldu til að merkja umbúðir tóbaksvarnings með aðvörun um þá hættu sem heilsu manna stafar af tó- baksneyslu og bannaö er að selja börnum yngri en 16 ára tóbaksvarning. [ finnsku lögunum eru auk þess ákvæði um reykingabann á ýmsum opinberum stöðum og í almennings- farartækjum. Áhrif tóbakslöggjafarinnar í Noregi og Finnlandi hafa þegar reynst greini- lega hagstæð, einkum hafa reykingar barna og unglinga minnkað stórlega í Finnlandi en þar var jafnframt beitt verulegri hækkun á sígarettuverði. Ennþá er tóbakslöggjöf í Sviþjóð ekki líkt því eins yfirgripsmikil og í Nor- egi og Finnlandi. Sænsku lögin um að- varanir á tóbaksvarningi og um lýsingu innihalds, hvað snertir nikótín, tjöru og kolsýrling, eru að vísu til fyrirmyndar og sérstök „tóbaksnefnd" á vegum sænsku ríkisstjórnarinnar hefur undir- búiö lagafrumvarp um reyklausa staði sem verður til mikilla framfara ef það nær fram að ganga. Þar er mörkuð sú meginstefna að ekki megi mót vilja nokkurs manns baka honum óþægindi eða hættu á heilsutjóni af tóbaksreyk á almenningsstöðum (þar með teljast einnig almenningsfarartæki). Takmark mun síðar segja nánar frá þessu frum- varpi að svo miklu leyti sem það kann aðverðaað lögum. Hlutverk sænsku tóbaksnefndarinn- ar er siður en svo lokið. Henni var falið að leggja á ráðin um samræmdar að- gerðir til að draga úr tóbaksneyslu í Svíþjóð og þetta er einungis fyrsti hlutinn af áliti nefndarinnar. Það er orðið meira en tímabært að ríkisstjórn og Alþingi Islendinga blási til allsherjar atlögu gegn reykingum í þessu landi. Við þurfum, eins og Svíar, að gera áætlun um sókn á öllum víg- stöðvum og í því sambandi hljótum við að þarfnast miklu víðtækari tóbakslög- gjafar. Frumkvæðið verður að koma frá okkur sjálfum þó að við getum sótt ýmsar fyrirmyndir til annarra. Þ.ö. REYKLAUSIR BEKKIR [ lok október voru skólastjórum grunnskóla um allt land send eyðublöð fyrir umsóknir um viðurkenningu sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur veitir reyklausum bekkjum (6.-9. bk ). Sækja má um slíka viðurkenningu hvenær sem er í vetur en skilyrði er það að sjálfsögðu að enginn í bekknum reyki. Á síðasta skólaári voru send 274 viðurkenningaskjöl til reyklausra bekkja í grunnskólum. Vonandi verða þeir ekki færri í vetur — helst fleiri. □ Uísnaþáttur Hlynur Hendriksson orti eftir- farandi erindi í fyrra vetur í sambandi við hópvinnu um áhrif og afleiðingar reykinga. Hann var þá í 6. bekk Hólabrekku- skóla. EK1 slnn var maður sem reyktl í penlngunum hann kveiktl. Vindlana tók hann að sjúga eins og gamalt bjúga. Svo hætti hann að labba vegna lungnakrabba. Með sírenuvæll fluttur hann var á sjúkrahúsið þar. Þá andaðist hann. I kistunni fann hann kistunaglann og tók að totta hann. Katrín Sigurðardóttir sem var I Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans síðast liðinn vetur (þá í 6. A) samdi þessa vísu og sendi okkur: Hún er slæm, já ansl slæm. Já það er sígarettan. Af tóbaki og tjöru og reyk hún gerir þig vel mettan. Og el þú hættir ekkl strax að púa þennan fjanda þá máttu jafnvel búast vlð að hætta brátt að anda. Hinn landskunni hagyrðingur Auðunn Bragi Sveinsson, kennari í Þykkvabæ I Rangár- vallasýslu, sendi okkur með- fylgjandi brag til birtingar í Tak- marki. Hann segir að notast megi við lagið „Yfir dali, höf og heiðar". Ef þú metur líf þltt mlkils skaltu' ei menga lungu þín. Þú skalt hætta þeirri helmsku fyrr en heilsan alveg dvín. Ef þú svæflr sígarettur, það er svei mér ekkert grín, verður húðin hrukkótt snemma og jjér hóstl veldur pín. Þú sem ungur telst að árum, vlltu aðeins hlýða’ á mlg: Þú skalt forðast reykinn ramma, svo þú ratlr ævistig. Ef þú sýgur sígarettur þig mun svíða reykurlnn og þú styttir líf þitt stórum, það er staðreynd vlnur minn.

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.