Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.11.1979, Blaðsíða 4

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.11.1979, Blaðsíða 4
% Norður-írland hefur nú bæst í hóp þeirra landa þar sem bannaö er að selja bornum og unglingum sígarettur og annan tóbaksvarning. Ákvæðið tekur til einstaklinga undir 16 ara aldri. Er það sama aldursmark og gildir í Noregi, Finnlandi og víðar. Brot gegn banninu varðar allt að 50 sterlings- punda(40 þús. kr.)sektum. ASHNews 0 Fyrir nokkru varö stórbruni í einni at verslunum Woolworths í Manchester í Englandi. Eftir það bannaði tyrirtækið reykingar i öllum verslunum sínum í Bretlandi og á Irlandi, en þær eru um eitt þÚSUnd að tÖIU. ASH Inlorm Bulletin 0 Á síðustu tíu árum hefur reykinga- monnum í kennarastétt í Bandaríkjun- um fækkað um rúman þriðjung. Nú reykja 21% kennara en að meðaltali reykja 34% Bandarikjamanna. usten 0 Ættingjar tveggja manna sem dóu úr lungnakrabba hafa hófðað skaða- bótamál gegn tóbaksframleiðendum i Bandaríkjunum. Málið er rekiö fyrir dómstóli í San Francisco. ash News • Þriggja ára rannsókn i Bandaríkjun- um leiddi í Ijós að gáleysi við reykingar olli meira en helmingi eldsvoða í íbúð- arhúsnæði þar í landi Sérstaklega var það talið hættulegt þegar saman færu reykingar og áfengisneysla The Practioner íbkékuim Nýlega kom tíðindamaður Takmarks í Engidalsskóla, hinn nýja og fallega skóla Hafnfirðinga Athygli vakti að þar var hvergi bskubakka að sjá, hvorki á kennarastofu, vinnuherbergjum kenn- ara né skrifstofuherbergjum. Skýringin er sú að startslið skólans fylgir þeirri reglu að reykja ekki í skólanum Reyndar á það við um langflesta kenn- arana að þeir reykja alls ekki, en þeir fáu sem reykja sýna þá lofsverðu til- litssemi við samkennara og nemendur að menga ekki loftið í skólanum með tóbaksreyk. ? GETRAUN TAKMARKS: Minnt á holla lífshætti Nú í haust eru liðin þrjú ár síðan Takmark hóf göngu sína og af því tilefni kynnum við hér fjórðu verð- launagetraun blaðsins. Eins og fyrr er reynt að hafa getraunina viðráð- anlega fynr sem flesta og væntum við þvi mikillar þátttöku. Heildar- andvirði þeirra verðlauna sem eru í boði er um 250 þúsund krónur, eða svipað og sú upphæð sem fólk sparar á einu ári með því að reykja ekki, borið saman við að reykja einn sígarettupakka á dag Er þá miðað við núverandi pakkaverð, 680 krónur. Getraunin er fólgin í því að finna orðin sem vantar i línur númer 1 — 6 (í einu tilviki er það aðeins fyrri hluti orðs) og eftir það lausnarorðið. i hverri línu eru reitir fyrir viðkom- andi orð, jafnmargir og stafirnir í orðinu. Fyrir aftan línuna eru allir þessir sömu stafir, en i stafrófsröð. Þegar orð er fundið er það fært inn á reitina, einn stafur í hvern reit. Ellefu reitir eru merktir með töl- um. Stafirnir, sem í þeim lenda, mynda í réttri töluröð sjálft lausn- arorðið Skal það fært í neðstu lín- una á lausnarseðlinum. Seðilinn þarf þó að fylla allan út og senda til Takmarks, Pósthólf 523, 121 Reykjavík fyrir 15. janúar 1980 og úrslitin verða birt í febrúarblaðinu. Úr réttum lausnum verður dregið um tíu vinninga sem eru þessir: 1. Dvöl a' unglinganámskeiði næsta sumar i Skíðaskólanum í Kerlingartjöllum. 2. PhilipsAS WOútvarpsklukka trá Heimilistækjum hf. 3. Tólt bækur í safni Alfræða Menningarsjóðs. 4 Casio Melodical 80 vasatölva með spilverki frá Stáltækjum sf. 5—10. Hljómplata að eigin vali frá Steinum hf. Vinningarnir eru gefnir að miklu eða öllu leyti og skal það þakkað hér með. Um leið og aðstandendur Tak- marks hvetja lesendur til þátttöku i getrauninni er þess einnig óskað að lesendurnir hugleiði þær lífs- venjur sem hér er vakin athygli á.rj 1, ' . ! LOFTÍLUNGUN 2 REGLULEGIR 4 5 TÍMAR 3 6 MATUROG DRYKKUR 4 HÆFILEGHREYFINGOG 8 5. 9 10 OG RÉTTUR KLÆÐNAÐUR 6 NÆGUR SVEFN OG " EHINRT AÁLMMST HLLORU AEIRTÚV EHIILNRTÆ DHILV • 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.