Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 1

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 1
 FRUMVARP TIL LAGA UM TÓBAKSVARNIR LAGT FRAM Á ALÞINGI Ef Alþingi samþykkir frumvarp til laga um reykingavarnir sem nú hefur verið lagt fram i efri deild. stígur það mikilvægt skref i mengunarvörnum því að frumvarpið felur í sér nokkuð víðtækar takmarkanir á tóbaksreyk- ingum, algengasta mengunarvaldin- um í þjóðfélagi okkar. Þetta er stjórnarfrumvarp en heilbrigð- ismálaráðherra hafði forgöngu um að það var samið. Til þess skipaði hann sérstaka nefnd (Reykingavarnanefnd hina fyrri) sem var einnig falið að sinna reykingavörnum almennt og tók að því leyti við af Samstarfsnefnd um reykinga- varnir (sjá Takmark nr. 17). Hið nýja lagafrumvarp er mjög í anda þeirra tilmaela sem Alþjóða heilbrigðis- stofnunin hefur sent aðildarríkjum sínum varðandi löggjöf um tóbaksmál og að ýmsu leyti var höfð hliðsjón af erlendum Fnimvarp til iaga ¦m ttvbaltsvainii. (Lagl lyni Alþtngt á lltS ktggjafaiþingi I1N2—H.i | I K.AFLI I t' Matkmk> laga þessara er að draga ui iðhaksncvslu .vg þat með þvi hcilvui jont t veldur og vetndn tðlk fynr ahttlum tobaksneyslu : I Meðlnbakicn lógiim þcssutn all uð lObakv|Uttit (mvolianaj .ig allan vaimng unmnn ur þeim lil ncyvlu, vni vem stgaieltut. vtndla. leyktobak. ncft.ihak og munntohak 2 2 Lög þesst taka einnig lil vamings. sem atiaout er nl neyslu með satna tuettt og lóttak. þott hann innthaldt ekkt töbak. enda gtldt ekkt um hann onnut Idg 2 V Log þesst gikla ckki um tóbak. sem notað et sem lyl skv lyfjaldguin nr 41/ IV7H eða scm eituretnt vkv togum nt HS/1 ssfig. um etluicfni ng hziiuleg efnt 1 V 'I Með icykfatntm er t logum þcssum atl vhS ahold og uthunao tengdan tóhaksrcyktng, um. vvo scm sigatctlupappir teyktarpiput. hekt nl að vef|a vigatcllut svo og annan vhkan vaming eilhrigðis- og tryggingamala. I I Vfitvtjotn mala vkv logum þcvsum et I tiondur ' gt s I Ráðhetia skipar tnhaksvamaráð ttl t|Oguiia ita i senn I naðtnu eiga srtt 3 menn. ogskulua m k iveit vcta verlioðii um vkaosemi tóbakt eða tobakvvamii Vaiamenn vkulu skvpaðtl i sama hátl Raoheiia vktpai einn taðsmann formann ' 2 lllulvctk nJiakvvatnataðv ct lyrvl og Itemvt 1 Að vera nkisst|otn, heilhngðivmalaiáðhcna. hcilhngðisnctndum. Holluslutetikl nkisinv og löram opinbctum aðtlum nl laðunevlts um allt ct að lóhakvvnrnum 2 Að gera tillogui lil vl|ómvalda um laostafann nl þcss að vtnna gegn neyvlu lishakv i tamiarmi við log þessi t Aö hvet|a aðia aðtla ttl atakv i tcvkingavoinum og lcttavt vtð að vamiatma vloif pe.tra 4 Að veita aðvloð og letðttctningat vaiðandi lohakvvainti m a meö þvt að gcfa ul og ulvega Itatovlunl tvg onttui tneðslugogn 5 Að tylgjavl mcð tooakvncvslu i landtnu h Að nvta teynslu og þckkmgu aoiiana þt.vlj a vskVi lóbakvvama tóbakslögum, einkum hinum finnsku frá árinu 1977. Liklega munu ákvæði 3. kafla um tak- mörkun á tóbaksreykingum vekja einna mesta athygli enda stigið stórt skref i mengunarvörnum verði þau að lögum. Þá verður t. d. óleyfilegt að reykja í af- greiðslum verslana (þar með taldar sjoppur), banka, póst- og símstöðva og annarra stofnana og fyrirtækja, einnig biðstofum fyrir almenning og göngum og lyftum sem almenningur þarf að nota á leið sinni á slika staði. Einnig verða reyk- ingar þá alveg bannaðar í áætlunarbif- reiðum og flugvélum í innanlandsflugi. Sama er að segja um grunnskóla, dag- vistir barna (dagheimili, leikskóla), fé- lags- og tómstundastöðvar fyrir börn og unglinga og heilsugæslustöðvar, nema hvað ætla má starfsfólki sérstakt „reyk- pláss", sé þess kostur án þess að baga þá sem reykja ekki. Bann við reykingum á þessum stöðum var talið mikilvægt bæði sem fordæmi og mengunarvörn en ekki þótti fært að gera itrustu kröfu til starfsfólksins að þessu leyti. Vafalaust er að mikill meirihluti þjóðar- innar mun fagna þessum reglum, þar á meðal börnin i landinu og allt það fólk sem verður af fremsta megni að forðast tóbaksreyk, t. d. vegna ofnæmis, astma eða annarra lungnasjúkdóma. Sumum mun jafnvel ekki þykja nógu langt geng- ið. Ótrúlegt er annað en flestir reykinga- menn sætti sig við reglurnar þegar þar að kemur, a. m. k. sé þeim Ijóst hvílíkri skapraun, óþægindum, vanlíðan og heilsuspjöllum tóbaksreykur getur valdið fólki sem reykir ekki. Ýmis önnur nýmæli eru í lagafrum- varpinu. Er sérstök ástæða til að geta um eitt þeirra hér í Takmarki, bann við að selja tóbak börnum og unglingum 15 ára og yngri. Segir í athugasemdum með frumvarpinu að það sé í samræmi við tilmæli Alþjóða heilbrigðisstofnunar- innar. Sams konar bann er í lögum t. d. í VERÐLAUNA- SAMKEPPNI Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að Reykinga- varnanefnd hefur efnt til verð- launasamkeppni meðal grunn- skólanemenda. Viðfangsefnið er veggspjöld og myndasögur sem varða reykingavandamálið. Myndir þarf að senda til nefndar- innar fyrir 20. mars, sbr. auglýs- ingu sem send var öllum skólum. Þær tiu myndir sem verðlaun hljóta verða væntanlega birtar í Takmarki. HAFNAR ALLRI EITURNEYSLU „Alltof mikið er af því, að ungt fólk sé farið að nota vímuefni," segir fulltrúí ungu kynslóðarinnar 1982, Kolbrún Anna Jónsdóttir í viötali við Tískublaðið Líf fyrir nokkru. í viðtalinu kemur fram að sjálf notar hún hvorki tóbak, áfengi né önnur vímuefni og er algjörlega á móti eiturlyfjaneyslu. D Noregi og Finnlandi, og þykir þar ómiss- andi þó að erfitt sé að Iramkvæma þaö til fulls. Ef ekki þyrfti að taka mið af öðru en skaðsemi tóbaksneyslu, lægi beint við að banna sölu tóbaks að fullu og öllu. (Sjá greinina Skákin við tóbakspúkan í Takmarki nr. 20 og viðtal við landlækni í Takmarki nr. 23.) Svo einfalt er málið víst ekkí, því miður, og getur hver maður litið í smn eigm barm, hvort strandar á honum. En það er ekkert, alls ekkert, sem getur varið að við látum pranga þessan vöru inn á börnin í landinu og gerum þannig hverja kynslóðina af ann- arn háða hættulegu ávana- og fikniefni. Eða hvað mun alþingismönnum okkar finnast? Þ. Ö.

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.