Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 2

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 2
Hættuleg þróun: STÚLKURNAR REYKJA MEIRA EN PILTARNIR Eftir síðari heimsstyrjöld hófst viða þróun sem hefur nú leitt til þess að stúlk- ur reyk(a meira en piltar á svipuðu reki. Þetta hefur verið staðfest með könn- unum. Frá þessu er sagt I skýrslu frá Sam- einuðu þjóðunum. Segir að þetta sé mjög uggvænlegt, ekki síst vegna þess að stúlkur séu jafnvel í enn margvíslegri sjúkdómshættu vegna reykinga en piltar. Bent er sérstaklega á að stúlkur sem nota „pilluna" sem getnaðarvörn, auka mjög líkurnar á þvi að fá hjarta- og æðasjúkdóma með aldrinum ef þær reykja. I skýrslunni kemur fram sú von að unnt verði að afnema reykingar hjá öll- um nema þvi fullorðna fólki sem er orðið svo djúpt sokkið i reykingarnar að það telur sig ekki geta gefið þær upp á bát- inn. Fram kemur hjá fulltrúum SÞ að því takmarki megi ná á næstu 20 árum. □ „STROMPLEIKUR“ Hafið þið heyrt hvað stóri strompurinn sagði við litla strompinn? Þú ert allt of lítill til að reykja. Úr bókinni 555 GÁTUR. Orustan við innrásarsveitir í líkamanum Það geysar stríð. Óvinirnir hefja árás. Allir fara til stöðva sinna. Eng- inn tími má tapast. Mínútu töf gæti orðið afdrifarík. Veistu, að slíkt og þvilíkt gerist inni í líkama þínum? Þetta er satt. Stundum verður líkami þinn fyrir árás. Óvinir ógna heilsu þinni. Og „hermenn þínir gegn sjúkdómum“ þjóta fram til varnar. Herinn gegn sjúkdómum er hluti af aðdáunarverðu kerfi I likama þínum. Það er þekkt undir heitinu ónæmis- kerfi og það starfar þannig: Óvin- urinn er ævinlega búinn til bardaga. Sýkingarvaldandi bakteríur, veirur, sýklar og gerlar. Þessi hersing biður þess að geta laumast inn I líkama þinn og valdið þar eíns miklum skaða eins og mögulegt er. En lík- aminn býst til varnar. Fremsta varn- arlínan er hörundið. Það lokar sýkl- ana úti. Á meðan það er heilt vinnur það vel. En stundum meiðir þú þig. Færð skurði og skrámur. Og sýklarnir streyma inn um opin og hefja árás Stundum komast þeir líka inn um munninn eða nefið. Þegar það gerist tekur hreinsikerfi til starfa. Seigfljól andi slimið innan I barkanum eða nefinu grípur sýklana og drepur þá. Ef innrásarliðið kemst niður í mag- ann hefst efnafræðilegur hernaður. Magasyrurnar eyða öllum þeim sýklum sem, þær komast I tæri við. En hugsaðu þér nú að sýklarnir hafi komist gegnum hörundið, fram hjá hreinsikerfinu og sloppið gegn- um efnavörnina. Hvað gerist þá? Óvinirnir taka beint strik inn I blóðrásina. Þar hitta þeir fyrir útvarð- arsveitir ónæmiskerfisins sem nefn- ast hvítu blóðkornin. Hvitu blóð- kornin þekkja óvinasýkla hvenær sem þau verða þeirra vör. Og þegar i stað upphefst hin mesta orusta. Samtímis eru send skilaboð til næstu stjórnstöðvar um að vart hafi orðið óvina. Hvítu blóðkornin ráðast þegar til atlögu. Þau mynda virkisvegg utan um sýklana og varna þeim þess að dreifa sér. Siðan umlykja þau þá og byrja að éta þá. Og oftast verður þetta lokaþáttur- inn. En stöku sinnum eru óvina- sveitirnar öflugri en hvítu blóðkornin sem fyrst koma á vettvang. Þegar slíkt kemur fyrir er kallaður til liðsauki. Líkaminn grípur til þess ráðs að framleiða varnarefni, svokölluð mótefni, til aðstoðar hvítu blóðkorn- unum. Eftir að mótefmn hafa lokið við að ráða niðurlögum sýklanna halda þau áfram að hafast við í blóðinu. Ef sams konar sýklar ráðast til inngöngu öðru sinni eru þau nú til staðar að ráðast í móti þeim. Sum mótefni endast í blóðinu alla ævi þína. Þau veita þér ónæmi gagn- vart þeim sýklum sem þau ráðast á. Það þýðir að þú færð aldrei aftur þann sjúkdóm. Til dæmis, ef þú hef- ur einu sinni fengið mislinga færðu þá líklega aldrei aftur. Þau mótefni sem líkami þinn bjó til í fyrsta skipti sem þú fékkst þá, verða ævinlega til taks. Stundum þarfnast líkaminn utan að komandi aðstoðar við vörnina. Sýklarnir hafa reynst of öflugir eða kannski starfar ónæmiskerfið ekki af fullum krafti. Þá er það sem læknir- inn fyrirskipar lyfjanotkun. Sterkustu lyfin eru svokölluð fúkalyf. Þau eru mjög öflug og ætti einungis að taka þau þegar líkaminn á I miklum örðug- leikum og þá aðeins samkvæmt nákvæmustu lyfjaforskrift og að læknisráði. Venjulega er betra að láta likam- ann um það að sigrast á sjúkdómum heldur en treysta á lyf. Líkami þinn er vel úr garði gerður til þess að berjast við sýkla. Og ef þú viðheldur heilbrigði þínu með því að neyta hollrar fæðu, misbjóða ekki líkama þínum með tóbaki eða öðrum skað- legum efnum en veita honum hæfi- lega áreynslu og hvíld bendir allt til þess að hann muni endast þér vel og lengi. Þá gerist það að í hvert sinn er sýklar ráðast gegn þér liður ekki á löngu þangað til innrásarliðið hefur verið brotið á bak aftur og þú getur enn einu sinni hrósað sigri - þeim sigri sem heitir GÓÐ HEILSA! □ Úr „Bodywise."

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.