Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1983, Blaðsíða 1

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1983, Blaðsíða 1
2. tbl. 8. árg. Maí 1983 Útgefandi: Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Suðurgötu 24, Reykjavík, Pósthólf 523. Ritstjórar: Þorvarður örnólfsson (ábyrgðar- maður) og Jónas Ragnarsson. Upplag: 30.000 emtök. Prentun: ODDI hf. Verðlaunasamkeppni Reykingavarnanefndar: Á ÞRIÐJA ÞÚSUND VEGGSPJÖLD OG MYNDASÖGUR BÁRUST Þeir sem völdu myndir til verdlauna I myndasamkeppni Reykingavarna- nefndar áttu úr vöndu aö ráða. Svo margar góðar myndir bárust. Miklu fleiri en þaer sem að endingu voru valdar hefðu sómt sér vel i verðlaunasæti. Alls bárust nefndinni á þriöja þúsund myndir og myndasögur úr langflestum grunnskólum landsins. Sums staðar hafði farið fram forval áður en myndirnar voru sendar og hafa þátttakendur því eflaust verið mun fleiri en þessi mynda- fjöldi segir til um. Tilgangurinn með samkeþþninni var fyrst og fremst að gefa unga fólkinu tækifæri til að tjá sig á myndmáli um skaðsemi reykinga og baráttuna gegn þeim, en jafnframt var vonast til að fram kæmu myndir sem hægt væri að nota í þessari baráttu. Til dæmis hefur verið rætt um að gefa út veggspjöld með ein- hverjum myndanna. Ákveðið var i nóvember að efna til þessarar samkeppni en hún hófst í janú- ar. Óskað var eftir þvi að myndmennta- kennarar hjálpuðu til við framkvæmdina hver í sínum skóla. Félag þeirra tilnefndi Hrafnhildi Gunnlaugsdóttur og félag auglýsingateiknara Önnur Þóru Árna- dóttur til að aðstoða Reykingavarna- nefnd við að velja myndir til verðlauna. Veitt voru peningaverðlaun fyrir 12 veggmyndir og 6 myndasögur. Voru þau afhent með viðhöfn í móttökuhúsnæði ríkisstjórnarinnar við Borgartún í Reykja- vik, að viðstöddum nær öllum verð- launahöfunum. Fimm þeirra voru utan af landi og var þeim boðið til Reykjavíkur á kostnað Reykingavarnanefndar af þessu tilefni. Formaður nefndarinnar, Guðrún Guð- laugsdóttir, afhenti verðlaunin. Einnig voru á staðnum aðrir nefndarmenn, þeir dr. Þórður Harðarson og Þorvarður Örn- ólfsson, og fulltrúar frá heilbrigðisráðu- neytinu og Hollustuvernd ríkisins. Auk þess voru viðstaddir allmargir aðstand- endur verðlaunahafanna og fréttamenn frá dagblöðum og sjónvarpi. Tveir bekkjarbræður í 7 ára bekk í Fossvogsskóla skiptu með sér aðalverð- laununum. Sjást þeir hér á forsíðunni með verðlaunamyndiria. Inni í blaðinu eru svo myndir af öðrum sem verðlaun hlutu. Vísað er til texta með þessum myndum varðandi nöfn verðlaunahafa og skólanna sem þeir eru í. Allir þátttakendur í samkeppninni eiga að fá viðurkenningarskjal frá Reykinga- varnanefnd. Ráðgert er að halda í maímánuði sýningu á verðlaunamyndunum og fleiri góðum myndum úr samkeppninni. Von- andi verður svo hægt að birta fleiri myndir úr þessari samkeppni í Takmarki næsta vetur. □ Þessir tveir strákar úr Fossvogsskola i Reykjavik fengu sameiginlega aðal- verðlaunin í samkeppni Reykinga- varnanetndar. annar átti hugmyndina en hinn teiknaði myndina. Vinstra megin er Björn Garri Sigurðsson en til hægri er Sigurður Sævar Sig- urðsson.

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.