Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1983, Blaðsíða 3

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.05.1983, Blaðsíða 3
/ aldursflokki 6-9 ára hlutu þessi verðlaun fyrir veggspjöld: Hrafnkell Erlends- son, Kópavogsskola. Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Kópavogsskola. Njáll Jóns- son, Grunnskóla Suðureyrar. Verðlaunahafar í aldursflokki 10—12 ára, fyrir veggspjöld: Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Kopavogsskóia. Kjartan Hallur Grétarsson, Grunnskolanum Hofsosi. Páll Óskar Hjalmtysson, Vesturbæjarskóla, Reykjavik. Jón Vilberg Guðjóns- son, Hallormsstaðarskóla, Suður-Múlasýslu. Þessar stúlkur hlutu verðlaun fyrir veggspjöld I aldursflokki 13-15 ára: Arna Einarsdóttir, Gagnfræðaskola Akureyrar. Hrafnhildur Ólafsdottir, Garðaskóla, Garðabæ. Olga Bergmann, Langholtsskola. Reykjavík. Alma Dögg Jóhanns- Reykleysið virðist hafa mikið fylgi Flestir íslendingar virðast líta svo á að þeir sem ekki reykja eigi rétt á að vera lausir við tóbaksreyk í vinnunni. Þetta kom fram við könnun sem Hagvangur gerði nú í apríl fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Reykingavarnanefnd. Nánar tiltekið vildi 81 % þátttakenda viðurkenna þennan rétt, 11% töldu sig andvíga honum en 8% tóku ekki afstöðu. Þetta er mjög athyglisverð niður- staða með tilliti til beirra eindregnu tilmæla sem fram hafa komið í blöð- um að undanförnu um að settar verði reglur um takmarkanir á reykingum á vinnustöðum. Nýja lagafrumvarpið um tóbaks- varnir gerir einmitt ráð fyrir því að slíkar reglur verði almennt settar í samráði við Vinnueftirlit ríkisins en sérstakar reglur eru í frumvarpinu um tiltekna staði, svo sem alls konar afgreiðslustaði, grunnskóla og heilsugæslustöðvar. Svipað fylgi virðist það hafa hjá almenningi að reyklaus svæði séu á veitingastöðum, því að 82% þátt- takenda töldu sig hlynnta þessu. Einnig taldi mikill meirihluti (76%) rétt að banna að selja börnum 15 ára og yngri tóbak. Slíkt ákvæði er i nýja tóbaksvarnafrumvarpinu. Samkvæmt þessari könnun reykja 42% landsmanna, 21% eru hættir að reykja en 37% hafa aldrei reykt að staðaldri. Reyndust reykinga- menn nú hlutfallslega nokkru færri en I könnun sem Reykingavarna- nefnd lét gera á árunum 1980 og 1981 og sagt er frá í Takmarki nr. 22 Guðlátigottávita! Þ.Ö.

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.