Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Blaðsíða 1

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Blaðsíða 1
Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur Útgefandi: Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Skógar- hlíð 8, Reykjavík. Ábyrgðarmaöur: Jóhannes Tómasson 2. tbl. 21.árg.júní2002 Happdrætti Krabbameinsfélagsins Veigamesta tekjulindin Happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur frá upphafi verið ein veiga- mesta tekjulind krabbameinssam- takanna hér á landi og stuðlað mjög að uppbyggingu þeirra og þróun. Fræðsla um krabbamein og krabba- meinsvarnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir í skólum, stuðningur við krabbameinssjúklinga, leit að krabbameinum og rannsóknir eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið. Dregið 17. júní í sumarhappdrættinu fá karlmenn heimsendan miða. Vinningar eru 152 talsins að verðmæti 17.789.000 kr. Aðalvinningurinn er Peugeot 307 XS, frá Bernhard efh. að verðmæti tæplega átjánhundruð þúsund kr. Bifreið þessi var kjörinn bíll ársins í Evrópu 2002. Annar aðalvinn- ingurinn er bifreið eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.000.000.-. 150 vinningar eru í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti kr. 100.000.- Dregið verður 17. júní. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Krabbameinsfélagið hvetur stuðn- ingsmenn sína til að bregðast vel við og kaupa heimsenda miða. Miðar eru einnig til sölu á skrifstofu Krabbameinsfélagins að Skógarhlíð 8. Upplýsingar, og ef óskað er eftir að borga með greiðslukorti, í síma 540 1900.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.