Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Síða 1

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Síða 1
V. Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur Útgefandi: Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Skógar- hlíð 8, Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Jóhannes Tómasson 2. tbl. 21. árg. júní 2002 Happdrætti Krabbameinsfélagsins Veigamesta tekjulindin Happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur frá upphafi verið ein veiga- mesta tekjulind krabbameinssam- takanna hér á landi og stuðlað mjög að uppbyggingu þeirra og þróun. Fræðsla um krabbamein og krabba- meinsvarnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvamir í skólum, stuðningur við krabbameinssjúklinga, leit að krabbameinum og rannsóknir eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á íjárhagsstuðningi við félagið. Dregið 17. júní I sumarhappdrættinu fá karlmenn heimsendan miða. Vinningar eru 152 talsins að verðmæti 17.789.000 kr. Aðalvinningurinn er Peugeot 307 XS, frá Bernhard efh. að verðmæti tæplega átjánhundruð þúsund kr. Bifreið þessi var kjörinn bíll ársins í Evrópu 2002. Annar aðalvinn- ingurinn er bifreið eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.000.000.-. 150 vinningar eru í formi úttekta hjá ferðaskrifstofú eða verslun, hver að verðmæti kr. 100.000,- Dregið verður 17. júní. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Krabbameinsfélagið hvetur stuðn- ingsmenn sína til að bregðast vel við og kaupa heimsenda miða. Miðar eru einnig til sölu á skrifstofu Krabbameinsfélagins að Skógarhlíð 8. Upplýsingar, og ef óskað er eftir að borga með greiðslukorti, í síma 540 1900.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.