Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Blaðsíða 2

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Blaðsíða 2
Reyklaus bekkur 2002 Samkeppnin „Reyklaus bekkur", sem er Evrópusamkeppni meðal reyklausra 7. og 8. bekkja var að ljúka þetta skólaárið. Um 340 bekkir á íslandi voru skráðir til leiks, fleiri en á undanförnum árum. I 1. sæti hafnaði 8. bekkur grunnskóla Grundafjarðar fyrir gerð fræðsluefnis um skaðsemi tóbaks, auk gagna sem sýnd voru foreldrum á tveimur fundum í skólanum. Vinningurinn var ferð til Múnchen í Þýskalandi 30. maí til 2. júní. Þar hitti bekkurinn vinningsbekki annarra landa sem sýndu framlag sitt í keppninni. 12. sæti varð bekkur 71 í Hólabrekkuskóla. Vinningurinn er ferð til Danmerkur næsta haust þar sem nemendur munu meðal annars hitta nemendur eins bekkjar þar í landi. Eftirtaldir bekkir hlutu dagsferð í vinning: • Grunnskóli Reyðarfjarðar, 7. bekkur. • Hvolsskóli, 8. EV og 8. SOK. • Laugalandsskóli í Holtum, 7. og 8. bekkur. • Setbergsskóli, 7. HB. Einnig voru veitt ýmis auka- verðlaun, s.s. eins og geisladiskar, ferðaspilarar o.fl. Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd óska vinningshöfum til hamingju og þakka ánægjulegt samstarf. Þess má geta að Evrópusamkeppnin „Reyk- laus bekkur" hefst að nýju haustið 2002. Könnun Krabbameinsfélagsins og héraðslækna Verið er að vinna úr niðurstöðum könnunar sem Krabbameinsfélagið og héraðslæknar lögðu fyrir nem- endur í maímánuði. Markmið könnunarinnar er að kanna tóbaks- notkun nemenda á aldrinum 9-16 ára. Hún er með sama sniði og þær kannanir sem borgarlæknir í Reykjavík hefur látið gera í grunnskólum borgarinnar síðan 1974. Frá 1990 hefur hún verið gerð um allt land, síðast árið 1998. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðumar í haust. Sumarnámskeið Leitað hefur verið til Krabba- meinsfélagsins um námskeið í reykbindindi á vinnustöðum í sumar. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 16-20 ára sem sinna ýmiss konar sumarstörfum vítt og breitt um landið.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.