Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Qupperneq 4

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.06.2002, Qupperneq 4
Skólafræðsla - samningur milli Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefndar í rúm 25 ár hefur Krabbameinsfélag Reykjavíkur og á seinni árum með stuðningi frá Tóbaksvarnanefnd, staðið fyrir öflugri fræðslu um skaðsemi tóbaks í grunnskólum. Breyttar áherslur urðu í fræðslunni íyrir rúmum fjórum árum þegar ný kennslugögn íyrir nemendur í 6.-10. bekk voru send í skólana. Krabba- meinsfélag Reykjavíkur og Tóbaks- vamanefnd hafa nú gert með sér formlegan samning sem felur í sér að félagið annast fræðslu um skað- semi tóbaks í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Samn- ingurinn tryggir að hið mikilvæga grasrótarstarf Krabbameinsfélags Reykjavíkur haldi áfram. Lögum samkvæmt ber skólum að halda uppi öflugri tóbaksvarnaffæðslu en Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins í vetur hafa nokkrar skrifstofiir verið opnaðar hjá aðildarfélögum Krabba- meinsfélagsins úti á landi. Þeir starfs- menn sem sjá um fræðslustörf þar em í góðum samskiptum við Krabba- meinsfélag Reykjavíkur, þ.e. á Akureyri, Akranesi, Hafnarfirði, Suðumesjum, Selfossi og Skagafirði. Þorsteinn Njálsson formaður Tóbaks- varnanefndar og Cuðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur við undirritun samningsins. því miður hafa sumir skólar ekki framfylgt lagaákvæðinu sem skyldi. Hættum að reykja Á árinu hafa verið haldin þrjú námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Námskeiðin hafa verið vel sótt. Einnig hafa fyrirtæki leitað eftir aðstoð fyrir starfsfólk og hefur fræðslufulltrúi sinnt því ásamt eftirfylgni. Næsta námskeið fer af stað þann 16. september nk. og stendur skráning yfir.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.