Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1932, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á V EÐ U RSTO FU NNI Janúar. Tíðarfarið var umhleypingasamt og óhagstæft, víðast mikill snjór og slaemur hagi. Gæftir stopular en afli góður, er á sjó gaf. Þ. 1.-4. Austanveðrátta. Lægð fyrir sunnan landið. Allhvasst og hríðar- veður einkum austanlands. Þ. 5.-7. Lægðin komin austur fyrir landið. Norðaustanveðrátta. Stór- hríð nyrðra en oftast bjartviðri syðra. Þ. 8. —10. Hægviðri og allgott veður. Talsvert frost. Þ. 11. Lægð yfir Grænlandshafi. Suðaustan og sunnan átt. Snjókoma vestanlands. Hiti um frostmark. Þ. 12.—13. Kom djúp lægð úr suðvestri að suðurströnd landsins og færðist síðan norðvestur í Grænlandshafið. Fyrst austan rok en síðan sunnan átt. Snjókoma og slydda. Þ. 14 -19. Lægðir komu hver af annari úr suðvestri og fóru norð- austur yfir ísland. Umhleypingar og oft illviðri. Frostlítið. Þ. 20.-31. voru sífelldir umhleypingar milli sunnan og vestan áttar. Vmist hlákublotar með 6—8 st. hita eða vestan átt með éljaveðri og hita um frostmark. Austanlands var tíðarfarið talsvert hagstæðara. Loftvægið var mjög lágt, 5.5 mm fyrir neðan meðallag á öllu landinu, frá 4.6 mm á Hól. til 6.3 mm á Rfh. Hæst stóð loftvog á Tgh. og í Vm. þ, 31. kl. 24, 774 3 mm, en lægst í V/m. þ. 17. kl. 14, 706 6 mm. Hitinn var 0 8° yfir meðallag frá 1.8° fyrir ofan það í Fgdl. til 0.9° fyrir neðan á Eið. Fram til þ. 11. var tiltölulega kalt nema þ. 4.-5, kaldast var þ. 7. og 8., hitinn 7° undir meðallagi. Frá þ. 12 var hitinn í góðu með- allagi eða fyrir ofan það; — hlýjast var þ. 26., hitinn 8° yfir meðallag. Hæst- ur varð hitinn 12 0° í Fgdl. þ. 26, en lægstur — 24 8° á Grst. þ. 10. Sjávarhitinn var 0 5° yfir meðallag, frá 1.1° fyrir ofan það við Pap. og Tgh. til 0 3° fyrir neðan við Rfh. Jarðvegshitinn á Rafm. var 3.7 í 1 m dýpt, en 7.1 í 2 m dýpt. Á Smst. yar hann 2.6c í 1 m dýpt. Úrkoman var 27 °/o umfram meðallag á öllu landinu. Mest eftir hætti var hún á Vestur- og Suðausturlandi (82 °/o umfram meðallag eða tæpl. tvö- föld meðalúrkoma á Grnh, og 70 °/o umfram meðallag á Tgh.). Sunnanlands var hún víðast í tæpu meðallagi. Minnst eftir hætti var hún þó í Grímsey, aðeins 49 °/o eða tæpl. hálf meðalúrkoma. (Jrkomudagar voru víðast fleiri en venjulega, að meðaltali 3 fleiri. Mest mánaðarúrkoma var 342.3 mm í Hvera- dölum, en minnst 8.3 mm í Grímsey. Mest úrkoma á sólarhring var 83.3 mm í Hveradölum þ. 25. Þoka var sjaldgæf. , Þó var víða þoka tvo síðustu daga mánaðarins á Suðurlandi, og þ. 31. einnig sumstaðar vestanlands. Vindar. Suðvestan átt var tíðust í þessum mánuði en norðan átt sjald- gæfust. Veðurhæð var lítið eitt neðan við meðallag en logn fátítt. Storm- dagar voru 16. Þ. 1. og 3. telja Vm. storm (E 9) en 3 stöðvar þ. 5. (Blds. ENE 10). Þ. 12. telja 16 stöðvar veðurhæð 9 eða meira, og var vindstaðan milli ESE og ENE. A 8 stöðvum varð veðurhæð 10 (Rvk., Sðr., Koll., Gr., Pap., Kbkl., Hrph., Rkn.) og 11 á tveimur (Hvkog Vm). Þ. 13. telja 3 stöðvar NW storm. Þ. 17. telja 7 stöðvar storm (Smst., NE 10, Hrph. ENE 10, Vm. E 11), en 5 þ. 20. (Grvk. SSE 10) og ein þ. 21. Dagana þ. 23.—30. var (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.