Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1932, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.02.1932, Blaðsíða 4
Febrúar. Veðráttan 1932 en á Bk. var hún minnst, aðeins 2.0 mm, 7 °/o úr meðalúrkomu. Úrkomu- dagar voru margir á Suðvestur- og Vesturlandi, að meðaltali 6 fleiri en venjulega frá Vm. til Þst., en oftast var úrkoman lílil hvern úrkomudag. Ann- arstaðar á landinu voru tiltölulega fáir úrkomudagar að meðaltali 7 færri en venjulega frá Sðr. norður og austur um land til Fghm. Mest mánaðarúrkoma, 205.2 mm og mest úrkoma á sólarhring, 48.5 mm þ. 17. var í Hveradölum. Þoka var tíðust sunnanlands, en á Suðaustur- og Vesturlandi var hún einnig venju fremur tíð. Annarstaðar var hún sjaldgæf. Helztu þokudagar voru: þ. 1.—4. sunnanlands, þ. 5. á fáeinum stöðvum austanlands, þ. 16. og 17. sunnanlands, þ. 21.—22. á Suðaustur- Suður- og Vesturlandi og þ. 23. og 26. sunnanlands. Vindur. Suðvestan og vestan átt var langtíðust í þessum mánuði en austan átt mjög sjaldgæf og þar næst norðan og norðaustan átt. Logn var venju fremur oft og veðurhæð fyrir neðan meðallag. Stormdagar voru aðeins 7. Aðfaranótt þ. 3. var vestan rok á Sðr. Þ. 7. telja 3 stöðvar storm og 1 þ. 13. Dagana 16.—18. telja nokkrar stöðvar storm (Koll. SW 10 þ. 16., Sðr. W 10 þ. 17, Gr. W 10 þ. 18.) og 1 þ. 20. Þ. 4. strandaði enskur togari »Rosendale-Wike« á Seley í þoku og náttmyrkri og sökk. Mannbjörg. Þ. 16. var »Brúarfoss« á leið frá Isaf. til Norðurlands en sneri við vegna veðurs. Aðfaranótt þ. 18. fauk hlaða að Hrafnstóftum í Holtum. Þ. 24. týndist vél- báturinn »Sæunn« frá Sandi með 4 mönnum. Snjólagið var aðeins 17 °/o á öllu landinu, en á 11 stöðvum var það 15 °/o og er það tæplega eins mikið og meðalsnjólag í maímánuði á þessum stöðvum (17°/o). 5 ára meðaltal fyrir febrúarmánuð á sömu stöðvum er 56°/o hvítt. Fyrstu daga mánaðarins og þ. 18.—20. var víða alhvítt, annars var alautt eða dálítið flekkótt. Á 8 stöðvum var jörð alauð allan mánuðinn, en á 9 stöðvum varð aldrei alautt. Mest snjódýpt var mæld 33 cm á Nbst. þ. 1. Haginn var 96 °/o á öllu landinu, en 99 o/° á 11 stöðvum, þar sem 5 ára meðaltal er reiknað, en það er 78 °/o. 13 stöðvar telja fullan haga, 100%. Minnstur er haginn talinn 67% á Grnv. Sólskinið í Rvk. var 16.4 st., 6.7 % af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 8 undanfarinna ára er 52.5 st. Sólskin var mælt 12 daga, mest 5.6 st. þ. 26. Á Ak. var sólskinið 64.5 st. eða 27.4 %, mest 6.9 st. þ. 26., 8 daga sólskinslaust. Hafís. Þ. 5.-7. var stór hafísbreiða 25—35 sjómílur norður af Horni, og þ. 7. einnig fyrir utan ísafjarðardjúp. Þ. 11. var talsverður ís á sveimi frá Kögurtá að Hornbjargi. Þ. 14. sást ís úti af Horni og norður við Rit, og þ. 19. úti af Horni. Þ. 20. var ís á miðjum Húnaflóa á skipaleið frá Sigluf. að Horni. Þ. 22. var hafísbreiða NW og N af Grímsey, en þ. 24. var hún komin um 10 — 15 sjómílur austur og inn af eynni. Þ. 25. fór hafís að reka fyrir Sléttu og náði ísinn frá Þistilf. vestur fyrir Tjörnes. Þann dag sást einnig hafísspöng 6 sjómílur NE af Horni. Þ. 26. og 27. hélt íshraflið áfram að reka austur með Sléttu, og var einnig ís milli Gr. og landsins. Þ. 28. sást ís 11 sjóm. norðaustur af Horni. Frá þ. 25. og út mánuðinn var alltaf hafís N af Grímsey, þ. 29., segir fregn frá Gr. ísbreiðu yfir öllu hafinu frá Húnaflóa til Sléttu, fjarlægð íssins frá eynni var þá 8 — 12 sjóm., í austri var tölu- vert af borgarísjökum. — íssins varð ekki vart austan við Langanes. Þ. 19. kom enskur togari til ísaf. með annan enskan togara í eftirdragi. Hafði sá lent í hafís og brotið stýrið. V'ígahnöttur sást frá Tgh. þ. 20. kl. 18 30. Jarðskjálftar. Mælarnir sýndu 3 hræringar, sem sé þ. 12. kl. 1 °5, upp- tök 35 km frá Rvk. Kippur þessi fannst í Hveradölum á Hellisheiði og í Rvk. lítilsháttar; þ. 13. kl. 7 17; upptök sennilega suðvestur í hafi um 1200 km frá Rvk., og þann 25. kl. 12 47 upptök um 100 km frá Rvk, jarðskjálftinn fannst á Efra-Hvoli, Fellsmúla, Þjórsártúni, Hrph. og í Hlíð. Auk þess varð vart við jarðskjálftakipp þ. 7. kl. 2 25 á Rkn. og þ. 27. kl. 7 40 í Fellsmúla. (8)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.