Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1932, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐ U RSTO FU N NI Marz. Tíðarfarið. Fyrsfu vikuna og 2 —3 síðustu daga mánaðarins var norðan- átt, víða hvasst og snjókoma, en annars var tíðarfarið hið hagstæðasta, hlýtt, kyrrt og úrkomulítið. Tún og úthagar fóru að grænka, fyrsfu vorblómin sprungu út, fénaður gekk víða sjálfala, og sumstaðar var unnið að jarðabótum. Oft góðar gæftir, og afli ágætur þegar á sjó gaf. Þ. 1.—2. Vindur fyrst vestan og gekk síðan til norðurs. Nokkur snjóél vestanlands og norðan. Þ. 3.-4. Djúp lægð og stormsveipur hreyfðist norður eftir Grænlands- hafi. Olli fyrst sunnan stormi og bleytuhríð vestanlands en gekk síðan í vestrið með frosti og hríðaréljum. Þ. 5.-6. Stormsveipurinn kominn austur fyrir landið og olli norðan roki og stórhríð um mestan hluta landsins. Þ. 7—10. Háþrýstisvæði yfir Grænlandi og breiddist síðan austur yfir Island. Fyrst stöðug en fremur hæg norðaustan átt en síðan stilla og bjartviðri. Þ. 11. Kom lægð vestan yfir Grænland norðarlega og fór austur fyrir Jan Mayen. Varð fyrst vestan kaldi og nokkur rigning hér á landi en síðan brá til norðanáttar og kólnaði snögglega. Þ. 12. —19. Kom ný lægð norðvestan yfir Grænland og fór suðaustur um Mæri í Noregi. Hlýnaði þá með vestan átt hér á landi og hélzt nú stillt og góð tíð um viku tíma. Þ. 20,—21. Lægð úr suðvestri olli hvassri austan átt og rigningu á suð- vesturlandi, en nyrðra hélzt hægviðri sem fyr. Þ. 22.-24. Lægðin þokaðist smámsaman austur með sunnanverðu landi og eyddist. Gerðist þá veður gott um allt land. Þ. 25.-31. Alldjúp lægð fyrir suðvestan landið. Varð vindur þá hvass austan á Suðurlandi og rigning um allt land að heita mátti. Síðan þokaðist lægðin austur eftir og brá þá til norðaustanáttar með kalzaveðri og snjóéljum nyrðra. Stóð svo til loka mánaðarins. Loftvægið var hátt, 3 8 mm fyrir ofan meðallag á öllu landinu, frá 2.4 mm á Rfh. til 4.7 mm á ísaf. Hæst stóð loftvog á Ak. þ. 9. kl. 12, 774.2 mm en Iægst í Grvk. þ. 4. kl. 20, 729.2 mm. Hitinn var 3 5 ° yfir meðallag á öllu landinu, frá 4.5 ° á Grst. til 2.5 ° í Vm. Þ. 4.-7. og 30.—31. var tiltölulega kalt, kaldast var þ. 6. og 30., hitinn 5° undir meðallagi. Annars var hlýtt, hitinn 2° eða meira yfir meðallag. Hlýj- ast var þ. 25. og 26., hitinn 8° yfir meðallag. Hæstur hiti mældist 12.9° á Hvn. þ. 22., en lægstur — 16.0° á Grnv. þ. 12. Sjávarhitinn var 0.3° yfir meðallag við Grnh. og Gr., annarstaðar var hann 1.7° yfir meðallag. Jarðvegshitinn á Rafm. var í. 1 m dýpt 4.1 ° en í 2 m dýpt 6.5°. Á Smst. var hann 2.9° í 1 m dýpt. Úrkoman var 1 °/o fyrir neðan meðallag á öllu landinu. Hún var tiltölulega mikil vestantil á Norðurlandi 03 norðantil á Vesffjörðum á Grnh. 254 °/o umfram meðallag eða rúmlega 3V2 sinnum meðalúrkoman. Annarstaðar var hún víðast venju fremur lítil. Urkomudagar voru í kringum meðallag frá Tgh. suður og vestur um land til Dlds, en frá Ak. til Pap. voru þeir 5 færri en venjulega. Mest mánaðarúrkoma, 158 0 mm og mest sólarhringsúrkoma, 44.2 mm þ. 26. var á Fghm. í Hverad. var mánaðarúrkoman 121.8 mm, mest á sólarhring 25.8 mm þ. 22. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.