Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.03.1932, Page 4

Veðráttan - 01.03.1932, Page 4
Marz. Ve&ráttan 1932 Þoka var víðast venju fremur líð, einkum norðanlands og austan. Helztu þokudagar voru þ. 11.—12 á Suðurlandi, þ. 17.—19. austanlands og þ. 22.— 28. austanlands og einnig sumstaðar norðanlands og vestan. Vindur. Sunnan átt var tíðust í þessum mánuði en norðan átt sjaldgæf- ust. Logn var venju fremur oft og veðurhæð í tæpu meðallagi. Stormdagar töldust 11. Dagana 3.-6. var víða stormur, einkum þ. 5., þá telja 12 stöðvar veðurhæð 9 eða meira (Sth. og Vm. N 10, Hest. N 11). Þ. 12. telja 2 stöðvar storm (Sðr. W 10, Gr. W 9) og ein þ. 21. Þ. 24 telja Vm. E 9 og E 10 þ. 25. Þrjá síðustu daga mánaðarins var stormur á nokkrum stöðvum (Pap. N 9-10 þ. 30.—31., Tgh. N 10 aðfaranótt þ. 31.). í veðrinu þ. 5. strandaði þýzkur togari á skeri vestan við Selvogsvita. »Dettifoss« bjargaði skipshöfninni. Togarinn náðist út lítt skemmdur. Aðfaranótt þess 23. strandaði enskur togari á Þorkötlunesi við Grindavík í svartaþoku. Menn björguðust og skipið náðist út. Þ. 30. féllu 2 menn út af vélbátnum »Harpa« og drukknuðu. Um sama leyti urðu miklar símabilanir á Norðurlandi, t. d brotnuðu 40 staurar hjá Bitrufirði. Snjólagið var 32 °/o á öllu landinu. Á 11 stöðvum þar sem 5 ára meðal- tal hefir verið reiknað, er snjólagið nú 32 °/o, en 5 ára meðaltal 53 °/o. Jörð varð alhvít víðast hvar þ. 2.-3 , og var snjór á jörðu fram til þ. 12., en úr því var víða alautt, en sumstaðar dálítið flekkótt. Þ. 29.—30. versnaði í veðri aftur og gerði hvíta jörð. Mest var snjólagið talið 66 °/o á Grnv., en Papey telur alauða jörð allan mánuðinn. Mest snjódýpt yar mæld 34 cm á Þst. þ. 7. Haginn var 89 °/o á öllu landinu. Á 11 stöðvum er 5 ára meðaltal 82 o/o, en nú telja þessar stöðvar 97 °/o haga að meðaltali. Lakastur var hag- inn 59°/o á Grnv., en 10 stöðvar telja fullan haga, 100%. Sólskinið í Rvk. var 98.4 stundir, 27 3 °/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 8 undanfarinna ára er 91.7 st. Mest sólskin á dag var 10.7 stundir þ. 30, 3 daga var sólskinslaust. Á Ak. var sólskinið 68 5 st. eða 19.0 °/0, mest 9 3 st. þ. 20., 14 daga var sólskinslaust þar. Hafís nokkur var 3 fyrstu daga mánaðarins norður og norðvestur af Sléttu og varð landfasiur þar þ. 3. I norðanhríðinni þ. 5.-6. rak aftur hafís að landi, og var þ. 6. kominn töluverður ís við Vestfirði, allt suður að Látra- bjargi, og sömuleiðis var þá ís kominn utarlega á Húnaflóa og fyrir mynni Skagafjarðar hrafl, sem virtist ná austur til Grímseyjar. Þ. 7. hafði ísinn rekið inn í botn á Skagafirði vestanverðum, en úti fyrir virtist þá íslaust, og þ. 8. var íshrafl einnig komið inn urn allan Húnaflóa og austur á Siglufjörð og Eyjafjörð utarlega. Þ. 10. fer ísinn að reka frá Vestfjörðum og út af Húna- flóa og Skagafirði, en þ. 11. rekur hann aftur að Hornströndum og þennan dag og næsta er ísinn aðallega við Hornstrandir og Húnaflóa utanverðan og við Siglufjörð og Eyjafjarðarmynni og þaðan til Grímseyjar. Á Húnaflóa hélzt ísinn til þ. 16. en fór þá að reka burt, en ísinn frá Eyjafirði berst austur á Skjálfanda þ. 13, og þá var einnig ís vestan við Grímsey. Á hafinu milli Hornstranda og Grímseyjar er hafíshrafl allt fram að þ. 20. Þ. 26. barst aftur talsvert hafíshrafl upp að Hornströndum, og jakastangl inn á Hrútafjörð. Þ. 15. rakst vélskipið »Visir* á ísjaka undan Sléttuhlíð í Skagafirði og sökk. Sandfall Á Fghm. og Kvískerjum varð vart við sandfall þ. 25. og 26. Jarðskjálftar. Mælarnir sýndu 3 hræringar þ. 18. kl. 620, 829 og 2057, upptök þeirra um 50 km frá Rvk. Jarðskjálftar þessir fundust við Reykjanes- vitann, miðkippurinn fannst og í Rvk., en sá síðasti í Grvk. Þann dag fundust margir jarðskjálftakippir á Rkn.; byrjuðu þeir síðari hluta nætur og voru öðru hvoru úr því. Frá kl. 750 - 845 voru taldar yfir 20 hræringar og nálega eins margar frá kl. 1945—2130. { Grvk. fannst einnig kippur þenna dag kl. 908 og næsta dag voru nokkrar hræringar á Rkn. Enn fremur hafði þar orðið vart við margar hræringar þ. 11. frá kl. I45 og fram undir morgun, og svo aftur kippur kl. II16. Þ. 16. kl. 844 fannst jarðskjálfti í Hverad. og aftur þ. 28. kl. 1555. (12)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.