Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1932, Blaðsíða 1
VEDRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Apríl. Tíðarfarið var óhagstætt, lengst af norðanátt með snjókomu nyrðra og frosti, og oft hvasst. Gróður, sem lifnað hafði í febrúar og marz, dó alveg út og víða varð að taka fénað á gjöf. Gæftir stopular. Þ. 1.-3. Norðangarður með 4—6 st. frosti um allt land og snjókomu nyrðra fyrstu tvo dagana, en lyngdi og mildaðist þriðja dag mánaðarins. Þ. 4.—II. Kom lægð vestan yfir Grænlandshaf og fór austur með norðurströnd íslands. Hlýnaði snöggvast með suðvestan átt, en snérist aftur í vestan og síðan norðan ái\ með kulda og snjókomu, einkum norðanlands og austan. Þ. 12.-14. Djúp lægð úr suðvestri olli fyrst suðaustan roki og hláku- veðri snöggvast á Suðurlandi, en norðaustan roki og hríð á Vestfjörðum. Síð- an staðnæmdist Iægðin yfir landinu og var vindur tvíátta en veður allgott. Þ. 15.—17. Staðviðri. Háþrýstisvæði um Grænlandshafið og Island, en grunnar lægðir norður undan. Þ. 18.-26. Kom lægð vestan að og fór beint austur yfir Island. Olli hún slæmum hríðargarði norðanlands með allmiklu frosti. Hélst norðan- veðráttan í rúma viku, því nær óslitin. Jafnskjótt og eitthvað lægði, fóru nýj- ar lægðir austur yfir Iandið og hertu^aftur á norðanáttinni. Þ. 27.—30. Háþrýstisvæði yfir íslandi og oftast hægviðri. Suma dagana var þó austan eða suðaustan strekkingur á Suðvesturlandi, en lengst af stillt og milt veður. Norðanlands'var kaldara og stundum lítilsháttar snjókoma í útsveitum. Loftvægið var 1.4 mm yfir meðallag á öllu landinu, frá 3.9 mm fyrir ofan það á ísaf. til 0.4 mm fyrir neðan á Rfh. Hæst stóð loftvog á Hól. þ. 16. kl. 21, 775.6 mm, og lægst á sömu stöð þ. 6. kl. 10, 737.0 mm. Hitinn var 1.5° fyrir neðan meðallag. Kaldast eftir hætti var á Vesturlandi og vestantil á Norðurlandi, hitinn 2.5° undir meðallagi á Grnh., en hlýjast suðaustanlands, hitinn 0.1° yfir meðallag á Fghm. Þ. 4., 13.-18. og 28. var tiltölulega hlýtt, hlýjast var þ. 14., hitinn 4° yfir meðallag. Síðustu daga mán- aðarins var hitinn í tæpu meðallagi. Annars var kalt, einkum þ. 1., 9.—11. og 22.-25. Þ. 24.-25. var hitinn 7° undir meðallagi. Hæstur hiti mældist 13.8° á Eið. þ. 13., en lægstur —20.0° á Grnv. þ. 12. Sjávarhitinn var 0.3° undir meðallagi við Rvk. og Sth., annarstaðar var hann 0.5° yfir meðallag. Jarðvegshitinn á Rafm. var 4.0° í 1 m dýpt, en 6.4 í 2 m dýpt. Úrkoman var 24 0/o umfram meðallag á öllu landinu. Hún var mikil á Vestfjörðum og vestan til á Norðurlandi, en annarstaðar tiltölulega lítil. Mest eftir hætti var hún á Ak. 243 <Vo umfram meðallag eða nálega 3 V2 sinnum meðal- úrkoma, en minnst á Hvn. 48 0/0 eða tæpl. hálf meðalúrkoma. Urkomudagar voru 5 fleiri en venjulega frá Sth. norður um land til Tgh., en sunnanlands frá Hól. til Hvn. voru þeir 2 færri. Mest mánaðarúrkoma var í Hveradölum 186.1 mm. Þar var einnig mest sólarhringsúrkoma, 86.8 mm þ. 13. Þoka var sjaldgæf. Helztu þokudagar: þ. 13. sunnanlands, þ. 14.—15. um mestan hluta landsins og þ. 17. á fáeinum stöðvum norðaustanlands. Vindur. Norðan átt var tíðust í þessum mánuði en austan átt fátíðust og þar næst sunnan átt. Logn var lítið eitt sjaldnar en meðallag og veðurhæð í rúmu meðallagi. Mánuðurinn var allstormasamur, 16 daga er talinn stormur einhversstaðar á landinu. Dagana 1.—13. að undanteknum þ. 3. og 7. var (13)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.