Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1932, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.04.1932, Blaðsíða 4
Apríl. Veðráttan 1932 einhversstaðar stormur (N eða NW 10 þ. 1. á Bk„ Pap., Tgh, og Vm. og þ. 2. í Vm. og Hlíð; WSW 10 í Vm. þ. 4.; NE 10 þ. 9. í Pap. og Hlíð; ESE 10 í Vm. þ. 12.). Frá þ. 18.—20. telja nokkrar stöðvar storm, flestar þ. 19. (N 10 á Hest. og í Vm.) og loks er stormur á nokkrum stöðvum þ. 24.-25. (N og NW 10 í Pap. báða dagana. N 10 á Tgh. um nóttina.). Að- faranótt þ. 4. strandaði færeysk skúta »Arizona« í Selvogi. Skipshöfnin komst í land. Aðfaranótt þ. 13. renndu 2 vélbátar á land á Svalbarðsströnd og brotnaði annár, en menn sakaði ekki. Vélbátur hlaðinn heyi slitnaði um sama leyti aftan úr öðrum vélbát á leið frá Haganesvík til Siglufjarðar og týndist. Þ. 19. féll maður út af vélbát í Vm. og drukknaði. Sama dag strandaði vél- báturinn »Express« frá Vm. í Innri-Njarðvíkum og laskaðist. Þ. 23. hvolfdi bát við lendingu í Vík, og drukknuðu 3 menn. Aðfaranótt þ. 25. strandaði mb. »Vanadís« við Berufjörð. Snjólagið var 53 °/o á öllu landinu, og 54 °/o á 11 stöðvum þar sem 5 ára meðaltal hefir verið reiknað, en það er 37 °/o. Sunnanlands og suð- austan var þó ekki snjóþungt, snjólagið var þar lítið eitt ofan við meðallag, og víða alautt eftir þ. 12., en á norðanverðu landinu var það mjög mikið. A 15 stöðvum varð jörð aldrei alauð í mánuðinum, en ein stöð (Grnh.) telur alhvíta jörð allan mánuðinn. Mest snjódýpt var mæld 67 cm. á Grst. þ. 11.—13. Haginn var 86 °/o að meðaltali. Samanburður við 5 ára meðaltal 11 stöðva (90 °/o) sýnir að hann hefir verið í meðallagi á öllu landinu. Lakastur var haginn vestan til á Norðurl., aðeins 47 °/o á Koll., en 8 stöðvar telja full- an haga, 100 °/o. Oft var þó ekki hægt að nota hagann vegna óveðurs. Sólskinið í Rvk. var 170.7 stundir, 38.0 °/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 8 undanfarinna ,ára er 159.0 st. Mest sólskin var þ. 25., 14.6 st., 2 daga var sólskinslaust. Á Ak. var sólskinið 55.9 st. eða 12.3 °/o, mest 9.8 st. þ. 30. Sólskin mældist þar aðeins 13 daga. Hafís. Þ. 1. og 2. var hafís á reki fram hjá Gr. í suðurátt, einnig var talsverður ís austanmegin Axarfjarðar með fram allri Sléttunni og var víða ís- hröngl og jakar upp við fjöru frá Skjálfanda og austur að Langanesi. (Jm sama leyti var hafíshroði á reki meðfram Hornströndum og á Húnaflóa. £. 4. rak íshroða út eflir Skagafirði. Sama dag rak hafíshröngl á fjöru hjá Borgar- firði eystra, Njarðvík og Unaósi, og þ. 6. sást ís út með landinu í Fgdl. Þ. 7.—18. var alltaf hafís úti fyrir Hornströndum og oft á skipaleið. Suma dagana er getið um hafísrek allt austur að Skaga og þ. 8. á Grímseyjarsundi. Um þetta leyti skemmdust bryggjur á Siglufirði talsvert af ísreki. Á Rfh. brotn- uðu einnig bátabryggjur. Þ. 7. var ís út af Bolungarvík og þ. 10 út af Súg- andaf. Hvítabjörn komst á land af ísnum í Drangavík og var skotinn, annan dauðan rak á land í Veiðileysu. Þ. 16. og 18. sáust hafísjakar frá Lmbv.. þ. 17. 3—4 sm. suður af Látrabjargi og þ. 18. borgarísjaki út af Patreksfjarðar- mynni. Þ. 25. kom aftur íshroði á skipaleið við Hornstrandir, þ. 28. var ís- spöng alla Ieið vestur að fsafjarðardjúpi, en þ. 30. sást enginn ís af Horn- bjargsvitanum. Jarðskjálftamælarnir sýndu, að jarðskjálftinn þ. 7. kl. 19 04, sem menn urðu varir við í Hverad., á Eyrb. og við Þjórsábrú átti upptök um 70 km frá Rvk. Landskjálfti þ. 14. kl. 0 40 átti upptök í Atlanfshafi 1000 km. fyrir suðvestan Rvk. Þ. 17. sýndu mælarnir 20, hræringar frá kl. 646—15 12 og voru upptök þeirra um 45 km frá Rvk. I Grvk. varð einna mest vart við þessa jarðskjálfta, og einnig síðar um daginn, en margir þeirra fundust líka við Reykjanesvitann og sumir í Rvk. Nóttina milli þ. 26. og 27. merktu mæl- arnir 3 hræringar kl. 23 01, 0 35 og 041. I Hverad. varð vart við 2 hinar síð- ari og þ. 30. varð hræring kl. 1042, sem upptök átti um 35 km frá Rvk. Eftir henni var tekið á Rkn., í Grvk. og Rvk. Sama dag varð vart við annan kipp á Rkn. kl. 13 35, en í Hverad. varð jarðskjálftakippur þ. 29. kl. 0 24. (16) Gutenberg

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.