Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1932, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Maí. Tíðarfarið er yfirleitt talið gott, þó var helzt til þurt fyrir gróður og framan af næturfrost. Gæftir mjög góðar, en afli misjafn. Þ. 1.-5. Hægviðri og bjartviðri. Háþrýstisvæði um Grænland og norð- anvert Atlantshaf. Þ. 6.—15. Norðaustan átt yfirgnæfandi á Norður- og Austurlandi en sólfarsvindar á Suðvesturlandi. Var stundum þokusúld nyrðra og eystra en þurrt vestanlands. Lægðarsvæði allmikið hélt sig fyrst yfir hafinu vestur af írlandi en smáþokaðist norður eftir og olli stundum hvassri. austan átt við suðurströnd íslands. Þ. 16.—18. Grunn lægð yfir vesturströnd Islands og hreyfist síðan norður fyrir. Yfirleitt hægviðri en breytileg vindstaða. Dálítil rigning í flestum landshlutum. Þ. 19,—25. Djúp Iægð fyrir sunnan ísland. Vindur allhvass austan við suðurströndina þ. 19., annars fremur hæg norðaustan veðrátta. Lægðin færðist svo austur um Bretlandseyjar, en háþrýstisvæði breiddist yfir ísland og ís- hafið norður undan. Þ. 26.-28. Hæg vestan átt og nokkur rigning vestanlands. Lægðarsvæði fyrir norðan landið á austurleið. Þ. 29.—31. Hægviðri. Grunn »hitalægð« yfir miðju landinu. Sólfarsvindar og þoka með ströndum fram. Loftvægið var hátt, 5 0 mm yfir meðallag á öllu landinu, frá 4.0 mm á Ak. til 5.7 mm í Vm. Hæst stóð loftvog í Vm. þ. 4. kl. 8, 780.7 mm, en lægst í Vm. þ. 13. kl. 17, 748.1 mm. liitinn var 2.3° yfir meðallag á öllu landinu. Hlýjast eftir hætti var í innsveitum, þar var hitinn víða 3—4° yfir meðallag, en kaldast með ströndum fram norðanlands og austan (hitinn 0 9° yfir meðallag á Grnh.). Þ. 1. og 6.— 12. var hitinn í kringum meðallag, kaldast var þ. 8., hitinn 1 ° undir meðal- lagi á öllu landinu. Annars var hlýtt, einkum seinni part mánaðarins, — hit- inn 5° yfir meðallag þ. 26.-28. Hæstur hiti inældist 23.5° á Tgh. þ. 27., en lægstur —7.8° á Eið. þ. 1. Sjávarhitinn var 1.3° yfir meðallag frá 0.1° við Grnh. til 2.4° við Rfh. Jarðvegshitinn á Rafm. var 5.7° í 1 m dýpi og 6 3° í 2 m dýpi. Urkoman var litil, aðeins 35 °/o eða hérumbil xh úr meðalúrkomu. Mest var hún 97 °/o eða nærri^því meðalúrkoma í Vík, en minnst vestanlands, 12 °/o úr meðalúrkomu á Sth. Urkomudagar voru 6 færri en venjulega að meðaltali. Mest mánaðarúrkoma var 126.3 mm í Vík, og mest sólarhringsúrkoma á sömu stöð 52.0 mm þ. 14. í Hveradölum var mánaðarúrkoman 48.0 mm, mest 11.3 mm þ. 16. Þoka var fremur sjaldgæf á Vesturlandi og vestan til á Suðurlandi, en annarstaðar var hún yfirleitt venju fremur tíð. Þ. 5.-6. var þoka sumstaðar á Suður- og Vesturlandi, þ. 15.—24. á Norður- og Austurlandi og þ. 24. einnig vestanlands en þ. 26.—27. sunnanlands. Þ. 28.—31. var víða þoka norðan- lands og austan og stundum einnig á Suður- og Vesturlandi. Vindar. Austan og suðaustan átt var tíðust í þessum mánuði og þar næst norðvestan átt, en norðan og sunnanvindar voru fremur fátíðir. Veðurhæð var í tæpu meðallagi og logn venju fremur oft. Aðeins ein stöð telur storm 2 daga mánaðarins (Vm. E9þ. 12,—13.). Um skemmdir eða slys af völdum veðra (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.