Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.06.1932, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Júní. Tíðarfarið var lengst af gott, hlýtt og hægviðrasamt. Spretta er víðast talin góð eða ágæt, en sumstaðar sunnanlands og austan þó hægfara vegna þurka. Sláttur byrjaði óvenju snemma. Gæftir góðar, en afli misjafn. Þ. 1.—4. Þessa daga var loftvægi fremur lágt um Atlantshafið en há- þrýstisvæði yfir Grænlandi og Ishafinu. Gengu því mest norðrænur hér á landi en oft voru sólfarsvindar yfirgnæfandi. Þ. 5.-8. Grunn lægð yfir Norður-Grænlandi og íshafinu, en háþrýsti- svæði fyrir sunnan Island. Vestan átt yfirgnæfandi, þótt úrkoma væri varla teljandi. Þ. 9. Lægðarmiðja og vindsveipur yfir Islandi; talsverð rigning. Þ. 10.—11. Lægðin færðist austur fyrir landið og brá til hvassrar norðan áttar með kuldahreti. Þ. 12.—21. Sunnan og suðaustan átt. Lægðir fyrir suðvestan og vestan Iandið. Rigndi þá nokkuð sunnanlands og vestan með köflum en norðanlands og austan var-lengst af þurt og hlýtt í veðri. Þ. 22.-24. Lægðarsvæði yfir norðanverðu Grænlandshafi. Suðvestan átt fyrst en síðan vestan og norðvestan. Þ. 25.—30. Ný lægð úr suðvestri gerði landsynning á Suðurlandi. Síðan fór lægðarmiðjan austur um Færeyjar og brá þá til norðan áttar um allt land, sem hélzt til mánaðarloka, og var allhvasst með köflum og kalsaveður norðan- lands. Loflvægið var 2.1 mm yfir meðallag á öllu landinu, frá 1.1 mm á Rfh. til 2.9 mm á Eyrb. Hæst stóð loftvog í Vm. þ. 17. kl. 17—24, 772.3 mm, en lægst á Tgh. og Sf. þ. 10. kl. 8 og 10, 741.7 mm. Hitinn var 1.5° yfir meðallag á öllu landinu. Kaldast eftir hætti var á Suðvestur- og Vesturlandi, þar var hitinn víðast 0.5 — 1° yfir meðallag, en hlýjast vestantil á Norðurlandi. (3° yfir meðallag á Blds) og á Suðaustur- og Austurlandi (2.7° yfir meðallag í Fgdl.). Fram til þ. 11. var hlýtt í veðri og einnig voru hlýindi þ. 13.—21.; þ. 1., 4. og 16.—20. var hitinn 4° yfir meðallag á öllu landinu. Þ. 12. og 22.-26. var hitinn aðeins í góðu meðallagi. Þ. 10. —11. og 4 síðustu daga mánaðarins var kalt, kaldast var þ. 10. og 28., hitinn 4° fyrir neðan meðallag. Hæstur hiti mældist 24.0° á Hrn. þ. 14. og 20., en lægstur —2 6" á Grst. aðfaranótt þ. 12. Sjávarhitinn umhverfis bndið var 1.3° yfir meðallag, frá 2.0° við Pap. til 0.8° við Sth., Grnh. og Vm. Jarðvegshitinn á Rafm. var 8.8° í 1 m dýpi en 6.90 í 2 m dýpi. Á Smst. var hann 6.4° í 1 m dýpi. Úrkoman var 9 °/o fyrir neðan meðallag á öllu landinu. Hún var meiri en venjulega á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi, á Sðr. 115 o/o umfram (21)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.