Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.07.1932, Blaðsíða 1
VEDRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Júlí. Tíðarfarið var hagstætt fyrir heyskap á Suður- og Vesturlandi, hlýtt og nægilegir þurkar, svo að töður náðust með góðri hirðingu. Norðanlands og austan var fremur kalt í veðri og votviðrasamt, og hey hröktust nokkuð sum- staðar. Sprefta er talin góð, einkum á túnum; töðufengur var því mikill. Gæftir og afli var sæmilegur. Þó vantaði oft beitu á Norðurlandi. Þ. 1.-6. Austan og norðaustan átt. Djúp lægð við Suðureyjar hreyfðist norðvestur eftir og nam staðar við suðurströnd fslands. Varð vindur hvass af norðaustri fyrst í stað, einkum á Vestfjörðum. Þ. 7,—11. Breytileg átt og hægviðri. Oftast norðanátt og þokusælt á Norðurlandi. Skúrir sunnanlands. Grunnar lægðir yfir landinu eða sunnan og austan við það. ..... Þ. 12.—14. Lægð fyrir suðvestan landið á hreyfingu norðaustur eftir. Olli hún fyrst suðaustan átt og regni vestanlands. Síðan nam lægðin staðar yfir miðju landi, svo vindstaða varð breytileg. Þ. 15—16. Norðaustan hægviðri. Lægð fyrir suðaustan ísland. Þ. 17.-21. Lægð yfir Grænlandshafi olli sunnanátt og regni um allt land í fyrstu, en síðan færðist lægðin austur yfir landið og brá til norðvestan- og norðanáttar. ........ Þ. 22.-23. Nýjar lægðir vestan yfir Grænland ollu á ný sunnanátt og nokkurri rigningu. Brátt færðist þó aðallægðin suður fyrir ísland og varð vind- ur hvass austan við suðurströndina (h. 23.). Þ. 24.—31. Lægðin komin suðaustur fyrir landið. Brá til austan og norð- austan áttar, sem hélzt því nær óslitin til mánaðarloka. Loftvægið var 1.6 mm fyrir neðan meðallag á öllu landinu, frá 0.9 mm á Rfh. til 2.0 mm í Rvk. og Vm. Hæst stóð loftvog á Rfh. þ. 16. kl. 22 og á Tgh. þ. 17. kl. 6, 768.7 mm, en lægst í Vm. þ. 2. kl. 14, 734.1 mm. tiitinn var 0.2° yfir meðallag á öllu landinu. Tiltölulega hlýjast var sunn- anlands. Þar var hitinn rúmlega 1° yfir meðallag (mest 1.6° á Eyrarb). Á Vestur- og Suðausturlandi var hitinn víðast í góðu meðallagi, en norðan til á Vestfjörðum og á Norður- og Norðausturlandi var kaldara en venjulega í þess- um mánuði, — kaldast var á Isaf., hitinn 1.0° undir meðallagi. Fyrstu 10 daga mánaðarins var hitinn í kringum meðallag, kaldast var þ. 2. og 9.—10., hitinn 1° fyrir neðan meðallag. Frá þ. 11. var heldur hlýrra en venjulega, þó var hifinn aðeins 3 daga (þ. 11.—12. og 28) 2° yfir meðallag. Hæstur hiti mæld- ist 22.0° á Hrn. þ. 16.,- en lægstur — 0.9° á Eið. þ. 30. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.1 ° fyrir neðan meðallag, frá 1.3° fyrir ofan það við Vm. til 1.7° fyrir neðan við Tgh. Jarðvegshitinn á Rafm. var 10 6° í 1 m dýpi og 7.8° í 2 m dýpi. A Smst. var hann 7.9° í 1 m dýpi. (25)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.