Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1932, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.07.1932, Blaðsíða 4
Veðráttart 1532 Júlí. Úrkoman var mikil, 75°/o umfram meðallag eða 13/4 sinnum meðalúr- koma á öllu landinu. Minnst eftir hætti var hún í Rvk., 87 °/o úr meðalúrkomu, en á 12 öðrum stöðvum, þar sem meðalúrkoma hefir verið reiknuð, var hún alstaðar meiri en venjulega. Tiltölulega mest úrkoma var á Norður- og Aust- urlandi, á Ak. 270 °/o umfram meðailag eða rúmlega 3 2/3 sinnum meðalúrkoma og á Bk. (Höfn) 3 sinnum meðalúrkoma. Úrkomudagar voru 1 fleiri en venju- lega sunnanlands og vestan, frá Vm. til Koll., en norðanlands og austan, frá Blds til Fghm., voru þeir 8 fleiri. Mest mánaðarúrkoma var í Hveradölum, 219 8 mm, þar var einnig mest sólarhringsúrkoma, 77.7 mm þ. 14. Á Grnh. var óvenju mikil rigning og vatnagangur aðfaranótt þ. 2. og hlupu þá skrið- ur úr fjöllum. Þoka var mjög tíð norðanlands og austan, en á Suður- og Vesturlandi voru þokudagar í kringum meðallag. Sunnanlands var mest um þoku þ. 7. og 18., vestanlands þ. 9.—10., norðanlands þ. 6.-8., 18.—19., 21. og 26., en á Austurlandi var víða þoka 8 fyrstu daga mánaðarins, þ. 13.—16., 18.—19. og norðaustanlands þ. 24.—26. I/indar. Norðan og norðaustan átt var tíðust í þessum mánuði, en sunn- an og suðvestan átt sjaldgæfust. Veðurhæð var tæplega í meðallagi og logn lítið eitt sjaldnar en meðallag. Stormdagar eru taldir 4. Dagana 2. - 4. telja nokkrar stöðvar storm, flestar fyrsta daginn (Hest. NE 11 þ. 2., Kvgd. E 10 þ. 4). Þ. 23. telja 2 stöðvar storm (Vm. E 9 og Hrph. SE 10). í norðaustan- veðrinu þ. 2. slitnaði vébáturinn »Sóló« upp á höfninni á Hest. og rak á land, en varð bjargað lítið skemmdum. Aðfaranótt þ, 6. kviknaði í vélb. »EI1- iðaey«, sem var að veiðum úti fyrir Reykjanesi. Báturinn brann, en mennirnir komust í land. Þ. 27. strandaði vélb. »Stígandi« við Mýrar og sökk. Mannbjörg. Snjólag. Flestar stöðvar telja alauð fjöll í 600 m hæð. Á Hvk., Bk. og Fgdl. er snjólagið á fjöllum talið 6 — 31 °/o, en á Skarðsheiði var 25 °/o hvítt. Um snjókomu í byggð er getið þ. 1. á Svalvogum og þ. 2. á Svalvogum og Hornbjargsvitanum; hvítnaði allt ofan að sjó hjá Hornbjargsvitanum þann dag. Ennfremur á Hest. þ. 13. Sólskinið í Rvk. var 241.6 stundir, 43.3 °/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 9 undanfarinna ára er 188.0 st. Mest var sólskinið 17.7 st. þ. 11., 5 daga var sólskinslaust. Á Ak. var sólskinið 93.5 st. eða 16.8 °/o, mest 15.4 st. þ. 30. Sólskin mældist aðeins 17 daga. Hafís. Borgarísjakar sáust í þessum mánuði: Þ. 10. um 30 sjómílur NNE af Hofni, þ. 15. 7 sjóm. NE af Horni, þ. 18. um 10 sjóm. NE af Hæla- víkurbjargi og þ. 29. um 10 sjóm. NW af Horni. Um miðjan mánuðinn var íshroði við Kolbeinsey, og þ. 24. sást ís 15 sjóm. ENE af Hornbjargi. Loks varð vart við ísjaka frá fiskiskipum undir Melrakkasléttu í þessum mánuði. Landskjálftamælarnir í Rvk. sýndu hræringu þ. 12. kl. II23, og voru upptök Iandskjálftans nálægt Reykjavík. Ennfremur sýndu þeir hræringar þ. 7. kl. 1548 og þ. 12. kl. 1859 og áttu báðar þessar hræringar upptök í Mexico. Þ 5 kl. 615 varð vart við landskjálfta á Hofi í Oræfum. Engjasláttur byrjaði frá 23. júní til 7. ág., að meðaltali 23. júlí (12 stöðvar). (28) Gut«nberfl.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.