Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.08.1932, Blaðsíða 1
VE DRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Ágúst. Tíðarfarið var hlýtt og hægviðrasamt. A Suður- og Vesturlandi var vætusöm tíð, heyskapur tafðist því mikið og hey skemmdust sumstaðar. Norð- anlands var einnig heldur votviðrasamt, en á Austurlandi segja athugunar- menn góða og hagstæða heyskapartíð. Spretta er talin góð eða ágæt um allt land. Gæftir yfirleitt góðar, en afli víðast tregur. Þ. 1.—2. Háþrýstisvæði frá Azoreyjum og norðaustur um Bretlandseyjar en lægðir á hreyfingu austur yfir Grænland og Island. Hægviðri og nokkur rigning, einkum vestanlands. Þ. 3.-4. Lægð yfir íslandi og síðan á milli íslands og Færeyja. Hæg norðaustanátt. Þokuloft og rigning nyrðra og eystra. Þ 5—10. Þrjár lægðir úr suðvestri fóru þessa daga austur yfir landið sunnanvert. Skiptist á með stuttu millibili suðaustan og norðanátt. Talsverð rigning og oft þokuloft nyrðra og eystra. Þ. 11.—14. Breytileg átt og hægviðri. Hlýtt og úrkomulítið. Þ. 15.—19. Lægð yfir Grænlandshafi og færðist síðan norður fyrir ís- land. Sunnan og suðvestanátt fyrst en síðan vestan og norðvestan. Óþurkar. Þ. 20.—24. Háþrýstisvæði um norðanvert Atlantshaf og ísland. Létti til með hægri norðanátt, en gekk síðan til suðvestanáttar vegna lægðar, sem kom vestan yfir Grænland. Gerði þá dumbungsveður og úða vestanlands. Þ. 24. var vestan hvassviðri norðanlands. Þ. 25.-29. Lægð fyrir suðvestan iandið olli sunnan og suðaustanátt og rigningu á Vesturlandi. Norðanlands og austan var þurviðri því nær óslitið. Þ. 30.—31. Djúp lægð við vesturströnd landsins olli allhvassri sunnan- átt og regni um allt land. Að kvöldi þ. 31. var lægðarmiðjan yfir Faxaflóa. Var vindur þá allhvass norðaustán á Vestfjörðum og austan á Norðurl., en sunnan- átt í öðrum landshlutum. Loftvægið var 2.5 mm fyrir neðan meðallag á öllu landinu, frá 1.1 mm f Vm. til 3.4 mm á ísaf. og Ak. Hæst stóð loftvog í Rvk. þ. 20. kl. 8, 768.2 mm, en lægst í Grvk. þ. 31. kl. 24, 725.3 mm. fiitinn var 1.9' yfir meðallag á öllu landinu. Tiltölulega hlýjast var norðaustanlands, — hitinn 3.1 ° yfir meðallag í Hvk. og Fgdl., — en kaldast á Suðvesturl. og sunnan til á Vestfjörðum, — hitinn 0 4° yfir meðallag á Rafm. Þ. 17.—20. var heldur kalt í veðri, kaldast var þ. 19., hitinn 1° undir meðal- lagi á öllu landinu. Annars var hitinn í meðallagi eða fyrir ofan það. Sérlega hlýtt var þ. 22.-26., þá var hitinn 4—5° fyrir ofan meðallag. Hæst- ur hiti mældist 23.8' á Eið. þ. 23., en lægstur — 2.2° á Grst. þ. 20. Sjávarhitinn var 1.1" fyrir ofan meðallag, frá 1.9° við Tgh. til 0.4° við Sth. og Gr. (29)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.