Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1932, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.08.1932, Blaðsíða 4
Agósf. Veðráíran 1932. Jarðvegshiiinn á Rafm. var 11.6° í i m dýpi en 8.6° í 2 m dýpi. Á Smst. var hann 8.9° í 1 m dýpt. Úrkoman var allmikil, 36 °/o umfram meðallag á öllu landinu. Vestan til á Norðurlandi var hún tiltölulega lítil, 68 % úr meðalúrkomu á Grnh. og 70°/o á Hrn. Annarstaðar rigndi meira en venjulega í þessum mánuði. Eink- um var úrkoman mikil sunnanlands, — í Vm. 108 °/o um fram meðallag eða rúmlega tvöföld meðalúrkoma. Urkomudagar voru í kringum meðal- lag norðanlands og austan frá Grnh. til Eið.,' en frá Pap. sunnanlands og vestan til Sðr., voru þeir að meðallagi 9 fleiri en venjulega. Mest mánaðar- úrkoma var 352.2 mm í Hveradölum. Þar var einnig mest sólarhringsúr- koma 61.0 mm þ. 14. Síðustu daga mánaðarins voru víða miklar rigningar. Um þetta leyti hljóp skriða yfir veginn skammt frá Þýrli við Hválfjörð. Þoka var sjaldgæf vestanlands og vestan til á Norðurlandi, en á Norð- austur-, Austur- og Suðurlandi var hún víða fremur tíð. Þ. 3.-5. var þoka á Norður- og Austurlandi, þ. 6.—10. norðanlands og norðaustan, þ. 21.—24. á Suður- og sumstaðar á Vesturl., þ. 26. á Suður- og Suðausturl. og þ. 27.— 28. og 30. sumstaðar austanlands. Vindar. SW- og S-átt var tíðust í þessum mánuði, en N-, NE- og E- átt sjaldgaef. Veðurhæð var í meðallagi, en logn var fátítt. Stormur er talinn aðeins þrisvar (Vm. ESE 9 þ. 5., SE 9 þ. 29. og ESE 9 þ. 31., Gr. ESÉ 9 þ. 31.). Aðfaranótt þ. 11. strandaði »Goðafoss« á útsiglingu frá Isafirði. Losn- aði með flóðinu óskemmdur. Þ. 17. féll skipstjórinn af línuveiðaranum Þor- móði útbyrðis á Dýrafirði og drukknaði. Veður var gott og lítil alda. Að- faranóit þ. 19. sfrandaði enski togarinn Imperialisf við Seley út af Reyðar- firði í niðaþoku. Losnaði með flóði eitthvað brotinn. Að kvöldi þ. 31. rak norska flutningaskipið Stat upp í kletta á Akranesi. Náðist út eitthvað laskað. Snjólag. Þetta sumar var óvenju lítill snjór á fjöllunum. Af þeim stöðv- um, sem athuga snjóinn í 600 m hæð. telur aðeins Grnh. dálítið flekkótt fyrstu 3 daga mánaðarins, en alautf úr því. Á 3 sföðvum (Sandur í Aðaldal, Grst. og Fgdl) varð hvílt á fjöllum í þessari hæð þ. 19., en snjóinn tók fljótt upp aftur. Um snjókomu í byggð er getið á Svalvogum og Þst. þ. 19. (slydda). Sólskinið í Rvík. var 135.9 stundir, 26.9 °/o af því sólskin, sem gæti verið. Meðaltal 9 undanfarinna ára er 181.7 st. Mest var sólskinið 13.9 st. þ. 11.; 4 daga var sólskinslaust. A Ak. var sólskinið 98.6 st. eða 19.1 °/o, mest 12.8 st. þ. 24.; 7 daga var sólskinslaust. Þrumur voru þ. 18. á Þst., Sðr., í Keflavík við Súgandafjörð, á Horn- bjargsvitanum og Kollsá. Jarðskjálftamælarnir sýndu 2 hræringar þ. 5. kl. 11<>6 og 1254. EUki er vissa fengin fyrir því, hvar upptök þeirra hafi verið, en sennilegt er, að þau séu um 1200 km suðvestur af Islandi. liirt síðast af túnum frá 20. júlí til 30. ágúsf, að meðaltali 10. ág. (15. stöðvar). Kartöfbgras byrjaði að sölna frá 3. ág. til 14. sept., að meðaltali 28. ág. (15 stöðvar). (32)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.