Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.09.1932, Page 1

Veðráttan - 01.09.1932, Page 1
VE DRÁTTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI September. Tíðarfarið var fremur umhleypingasamt, en allbreytilegt eftir landshlut- um. Allstaðar gátu menn hirt hey sín, en sumstaðar voru þau orðin hrakin, en þó var nýting þeirra víðast góð. Garðávextir náðúst óskemmdir af frostum, en allmikil brögð voru að kartöflusýki sunnanlands. Gæftir í meðallagi, en þorskafli tregur. Þ. 1.—3. Lægð við vesturströnd Islands, en færðist síðan austur yfir landið. Var vindur fyrst tvíátta en gekk svo í norðrið með hvassviðri og ill- viðri norðanlands. Þ. 4.-8. Lægði norðanveðrið um stundarsakir og brá til austanáttar vegna lægðar, sem fór austur fyrir sunnan landið. Veður gott, úrkomulítið og stillt. Þ. 9.—10. Lægð yfir Grænlandshafi og hreyfðist síðan austur með suð- urströnd íslands til Færeyja. Hvessti fyrst á suðaustan en síðan gekk vindur »inn í« og varð austan og norðanstæður. Þ. 11.-12. Grunn lægð yfir íslandi. Breytileg átt og víðast hægviðri en nokkuð rigningasamt. Þ. 13.-15. Lægð fyrir suðvestan landið og færðist norðaustur yfir Vestfirði. Suðaustan hvassviðri og rigning um allt land fyrst, en gekk svo í suðvestrið, og loks í norðan og vestanátt, þegar lægðin var komin norð- austur fyrir landið. Þ. 16.-20. Lægð úr vestri fór austur með suðurströndinni. Olli fyrst suðaustanátt og rigningu. en síðan norðaustanátt, og kólnaði allmjög, en stillti brátt til. Þ. 21.—25. Grunn lægð fór á ný austur með suðurströnd landsins og olli fyrst hægri suðaustanátt, en snerist brátt í norðaustan- og norðanátt. Var stundum allhvasst, en hægviðrisdagar á milli. Þ. 26.-28. Víðáttumikil Iægð kom vestan yfir Grænland. Brá þá til suð- vestanáttar um allt land og votviðra vestanlands. Þ. 29.-30. Að kvöldi hins 29. var lægðin komin austur fyrir landið og gerði þá norðanátt, er stóð til mánaðarloka. Var fyrst allhvasst á Norðurlandij en lygndi fljótlega. Loftvægið var 0.9 mm fyrir neðan meðallag til jafnaðar á öllu landinu, frá 0.2 mm yfir meðallag á ísaf. til 1.7 mm undir meðallagi á Sf. Hæst stóð loftvog í Sth. þ. 30. kl. 116 og á ísaf. þ. 30. kl. 11. 774.0 mm, en lægst í Grvk. þ. 1. kl. 00, 725.3 mm. fiitinn var 0.8 undir meðallagi á öllu landinu. Kaldast var inni í land- inu — á Grst. 1.4 ' fyrir neðan meðallag, en tiltölulega hlýrra með strönd- um fram, og einkum vestan tii á Norðurlandi, hitinn 0.2° yfir meðallag á Blds. Þ. 1., 8.—10., 14., 20,—21. og 26.-29. var fremur hlýtt í veðri, hlýjast eftir hætti var þ. 27., hitinn 4° yfir meðallag. Annars var kaldara en venju- lega, kaldast var þ. 23. og 30., hitinn 3 ° undir meðallagi. Hæstur hiti mældist 15.8° á Eið. þ. 27., og lægstur einnig á Eið.,' —7.8° aðfaranótt þ. 24. Sjávarhitinn var 0.4° yfir meðallag frá Vm. vestur um land til Grnh., en austanlands frá Rfh. til Pap. 0.4 fyrir neðan meðallag. Jarðvegshitinn á Rafm. var í 1 m dýpi 10.1 0 og 2 m dýpi 9.1 °. Á Smst, varð jarðvegshitinn 8.7° í 1 m. dýpi. Úrkoman var í meðallagi, 99 °/o úr meðalúrkomu á öllu landinu. Hún var tiltölulega minnst austanlands, aðeins 40°/o úr meðalúrkomu á Tgh., en (33)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.