Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1932, Blaðsíða 1
VEDRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á V.EÐU RSTOFU NNI Oktðber. Tíðarfarið var nokkuð óstöðugt, en annars yfirleitt hagstætt, hægviðra- samt, snjólítið og góðir hagir. Gæftir voru stopulir og afli víðast tregur. Þ. 1. dag mánaðarins var hlý vestanátt. Lægð fyrir norðan landið en hreyfðist síðan mjög hratt suðaustur um Skotland. Þ. 2. Hæg norðanátt og bjartviðri. Þ. 3.-5. Hæg sunnan og suðvestan-veðrátta, hlýindi og hægviðri. Lægð yfir norðanverðu Grænlandi fyrst, en færðist síðan suðaustur fyrir ísland. Þ. 6.-9. Norðanátt. Á Vestfjörðum tók að hvessa að kveldi hins 7. og gerði norðaustan hvassviðri og regn um allt land næsta dag, en lygndi síðan. Þ. 10. Hægviðri. Milt og úrkomulítið. Þ. 11.-12. Lægð yfir Grænlandshafi. Hæg sunnanátt með hlýindum og regni suðvestanlands. Þ. 13.—14. Norðanátt. Lægðin komin suðaustur um Færeyjar. Rigning norðanlands og austan, en lengst af hægviðri. Þ. 15.-18. Lægð við Suðvesturíand og hreyfðist síðan austur um Fær- eyjar. Fyrst suðaustanátt en síðan hæg norðanátt. Hiti um 0° og gerði shjóföl norðanlands. Þ. 19.—24. Djúp lægð og óveður mikil til hafsins suður undan. Færðist lægðin norður eftir og gerði austan ofsaveður við suðurströndina, en í öðrum landshlutum varð að eins snarpur vindur. Eyddist svo lægðin skammt fyrir sunnan landið og hélzt austan og norðaustanátt á meðan. Veður var milt og úrkomulítið suðvestanlands en kalsaveður og úrkoma á Norðausturlandi. Þ. 25.-27. Ný lægð úr suðvestri. Olli þrálátu austanhvassviðri við suð- vesturströndina, en norðanlands var hægviðri og nokkurt frost. Þ. 28.-30. Lægð úr norðvestri fór suðaustur yfir Reykjanes og síðan suðaustur um Skotland. Fyrst austanátt hæg en gekk svo í norðanátt allhvassa með snjókomu norðanlands og frosti um allt land. Þ. 31. Lægð suðvestan úr hafi olli hvassri suðaustanátt á Suðvesturlandi. Loftvægið var 2.0 mm fyrir neðan meðallag á öllu Iandinu, frá 0.5 mm á ísaf. til 3.1 mm á Rfh. Hæst stóð loftvog í Vm. þ. 1. kl. 00, 771.0 mm, og lægst einnig í Vm. þ. 20. kl. 12, 731.7 mm. fiitinn var 0.6° undir meðallagi á öllu landinu, frá 1.7° undir meðallagi á Grst. til 0.4° yfir meðallag í Höfn. Fram til þ. 13. var hitinn oftast 1—2° yfir meðallag, aðeins þ. 2. og 7. var heldur kalt. í>. 20.—22. var einnig fremur hlýtt í veðri. En þ. 14.—19. og frá þ. 23. til mánaðarloka var kalt og þó einkum 3 síðustu daga mánaðarins. Hlýjasti dagurinn var sá 11., þá var hitinn 3° yfir meðallag á öllu landinu, en kaldast var þ. 30., hitinn 5° fyrir neðan meðallag. Hæstur hiti mældist 12.9° á Tgh. þ. 1., en lægstur — 17.2° á Grst. aðfaranótt þ. 31. » (37)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.