Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1932, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.10.1932, Blaðsíða 4
Október. Veðráitan 1932 Sjávarhitinn var í tæpu meðallagi, (0.1° fyrir neðan það) frá Sðr. norður og austur um land til Tgh. En við Suður- og Suðvesturland (Vm.—Sth.) var hann 0.4° yfir meðallag. Jarðvegshitinn var 7.6° i 1 m dýpi og 9.0° i 2 m dýpi á Rafm. Á Smst. var hann 7.0° í 1 m dýpi. Úrkoman var yfirleitt fremur lítil, 16°/o fyrir neðan meðallag á öllu landinu. Hún var þó mikil á Vesturlandi og vestan til á Norðurlandi, á Ak. 92°/o umfram meðallag eða nærri því tvöföld meðalúrkoma. Á Austur- Suður- og Suðvesturlandi var lítil úrkoma. Minnst eftir hætti var hún á Tgh. 35°/o eða rúmlega 1/3 úr meðalúrkomu. Úrkomudagar voru um 1 fleiri en venjulega á Norður- og Norðausturlandi (Blds.—Nbst.), annarstaðar voru þeir 2 færri en venjulega. Mest mánaðarúrkoma var á Arnarstapa á Snæfellsnesi, 135.6 mm, en mest sólarhringsúrkoma 68.2 mm á Sðr. þ. 7. í Hveradölum var mánaðarúrkoman 129.9 mm, mest á sólarhring 44.0 mm þ. 10. Á Öndverða- nesvitanum á Snæfellsnesi mældist mánaðarúrkoman 43.5 mm, og á Úlfljóls- vatni í Grafningi 85.1 mm. Þoka var víðast fremur sjaldgæf. Þ. 4. var þoka sumstaðar á Suður- og Vesturlandi, þ. 5.-6. og 8, —10. austanlands, og þ. 10. einnig á Suðurlandi. I/indar N- og E- vindar voru fremur tíðir í þessum mánuði en S- og SW-átt sjaldgæfust. Veðurhæð var tæplega í meðallagi en logn allmiklu oftar en meðallag. Stormdagar eru taldir 10. Þ. 1. telja 3 stöðvar á Austurlandi N-storm. Þ. 7. telja 2 stöðvar storm (Hest. NE 11) og 3 þ. 8. (Hest. NE 10). Þ. 13. er stormur á 2 stöðvum, þ. 19. á 2 (Vm. E 11, Smst. NE 10) og á 3 þ. 20. (Vm. E 11, Smst. NE 11). Ennfremur telja Vm. E-storm þ. 21. og einnig þ. 25. og 26. (ESE 10 þ. 26.). Loks telja 4 stöðvar storm þ. 30. (Hrn. NNV 11) og ein þ. 31. (Vm. ESE 10). Aðfaranótt þ. 7. strandaði fær- eysk skúta á Grenjaðarnessboða í þoku og myrkri. Menn björguðust, en skipið ónýttist. Þ. 30. hrakti nokkrar kindur í Laxá í A.-Húnavatnssýslu. Snjólagið var 14°/o á öllu landinu. Á 11 stöðvum er snjólagið í þessum mánuði mjög nálægt 5 ára meðaltali (21 °/o) á öllu landinu. Þrjár af þessum stöðvum (Sðr„ Grst. og Nbst.) telja snjólagið meira heldur en venja er til í þessum mánuði, en á hinum stöðvunum var fremur lítill snjór. Einkum var snjólétt á Suðaustur- og Suðurlandi, 6 stöðvar í þessum landshlutum telja alauða jörð allan mánuðinn. Mest er snjólagið talið 64°/o á Sðr., en mest snjódýpt mældist 19 cm. á Grnh. þ. 30. Haginn var 100°/o nema á Sðr. (94°/o) og í Vík (99°/o). Á 10 stöðvum þar sem 5 ára meðaltal hefir verið reiknað, er hann í meðallagi eða fyrir ofan það. Sólskinið í Rvk. var 109.3 st., 36.2°/o af því sólskini, sem gæli verið. Með- altal 9 undanfarinna ára er 97.1 st. Mest var sólskinið 9.3 st. þ. 9., 7 daga var sólskinlaust. Á Ak. var sólskinið 59.8 st. eða 20.2°/o, mest 8.1 st. þ. 2., 13 daga var sólskinlaust. Hafís. Þ. 8. sást frá Goðafoss ísjaki um 8 sjómílur NE til E af Horni. Þ. 17. fór enskt skip fram hjá stórum borgarísjaka um 18 sjómílur NNE af Horni. Innistaða fyrst fyrir kýr frá 24. sept. til 8. nóv. að meðaltali 13. okt. (29 stöðvar), 2 dögum síðar en 5 ára meðaltal. (40) Gutenberg*

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.