Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.11.1932, Page 1

Veðráttan - 01.11.1932, Page 1
VEÐRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Nóvember. Tíðarfarið var hlýtt, en víða mjög úrkomusamt framan af. Um þ. 20. brá til norðanáttar með frosti og snjókomu og stóð til mánaðarloka. Gæftir stopular, og afli misjafn. Þ. 1—2. Suðaustan og austanveðrátta. Milt og stormasamt einkum sunn- anlands. Lægð fyrir sunnan landið á hreyfingu austur eftir. Þ. 3. Hæg norðaustanátt og góðviðri á milli lægða. Þ. 4.—13. Hlýindakafli. Hver lægðin eftir aðra fór norður eftir Græn- landshafi og skiftust á hvassir sunnanvindar með miklu regni og fremur hæg útsynningsveðrátta. Mæddi það einkum á vestanverðu landinu, en nyrðra og eystra voru margir blíðviðrisdagar. Þ. 14.—16. Hægviðriskafli. Þessa daga var háþrýstisvæði yfir landinu eða sunnan við það og stillt og milt veður eins og að vorlagi. Þ. 17.-18. Sunnan og suðvestanveðrátta á ný. Fór hver lægðin eftir aðra norðaustur eftir Grænlandshafi. Þ. 19.-20. Norðanátt. Að morgni þ. 19. var lægðarmiðja skammt út af Reykjanesi og hreyfðist síðan beint norðaustur yfir landið. Gerði fyrst hvassan norðangarð með bleytuhríð nyrðra, en lygndi brátt aftur. Þ. 21.-26. Lægð yfir Grænlandshafi olli aftur sunnanátt og úrkomu vestanlands. Síðan færðist lægðin norðaustur yfir og gekk til norðanáttar með stórhríð og allmiklu frosti norðanlands. Hríðin stóð þó ekki lengi og hélzt síðan fremur hæg norðanátt. Þ. 27.—30. Ný Iægð fór norður eftir Grænlandshafi og olli illviðri hér á landi. Fyrst var sunnan stormur og rigning, en snérist að morgni þ. 28. í vestrið með snörpum hríðaréljum. Loks gekk svo í norðanátt með hríðar- veðri og talsverðu frosti norðanlands. Loftvægið á öllu landinu var 2.3 mm fyrir neðan meðallag, frá 1.3 mm á Hól. til 3 1 mm á Ak. og Rfh. Hæst stóð loftvog 775.7 mm í Vm. þ. 15. kl. 1, en lægst einnig í Vm. 713.7 mm þ. 22. kl. 3. fiitinn var til jafnaðar 1.5° yfir meðallag á öllu landinu, frá 2.9° á Hrn. til 0.6° á Kvgd. og Nbst. Fram til þ. 19. voru hlýindi nema þ. 3., þá var hit- inn í tæpu meðallagi. Hlýjast var þ. 11. —12., hitinn 8° yfir meðallag. Frá þ. 20. til mánaðarloka var yfirleitt kalt, að eins hlýnaði snöggvast þ. 28. (2° yfir meðallag). Kaldast var þ. 25., þá var hitinn 6 undir meðallagi. Hæstur hiti mældist 15.0° á Hrn. þ. 11., en lægstur —19.7° á Grst. þ. 27. Sjávarhitinn umhverfis landið var 0.4° yfir meðallag, frá 1.1° fyrir ofan það við Grvk. til 0.2° fyrir neðan við Rfh. Jarðvegshitinn á Rafm. var 5.5° í 1 m dýpi, en 8.5° í 2 m dýpi. Á Smst. yar hann 4.7° í 1 m dýpi. Úrkoman var allmikil, 42 °/o umfram meðallag á öllu landinu. Mest eftir hætti var hún á Hvn., 175 °/o umfram meðallag eða 2 3/4 sinnum meðalúrkoma. Sumstaðar var þó minni úrkoman en venjulega, og tiltölulega langminnst í Höfn, aðeins 8.6 mm, 17 o/o úr meðalúrkomu. Úrkomudagar voru 4 fram yfir meðallag sunnanlands og vestan, frá Tgh. til Sðr., en frá Grnh. norðanlands og austan til Pap. voru þeir 1 færri en venjulega. Mest mánaðarúrkoma var í Hveradölum 427.3 mm. Þar var einnig mest sólarhringsúrkoma, 72.6 mm þ. 7. Á Arnarstapa var mánaðarúrkoman 241.0 mm, á Öndverðarnesi 99.5 mm og á Ulfljótsvatni 228 2 mm. Laust fyrir miðjan mánuðinn féllu margar skriður úr Kolbeinsstaðafjalli vegna stórrigninga og skemmdu engjar. (41)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.