Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1932, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.11.1932, Blaðsíða 4
Nóvember. Veðráttan 1932 Þoka var víðast venju fremur sjaldgæf. Helztu þokudagar voru 13.—17. og þó einkum þ. 16. Þokan var aðallega á Suðaustur- og Suðurlandi, en þ. 14,—16. einnig sumstaðar vestanlands. I/indar. I þessum mánuði var suðvestanátt tíðust eftir hætti, en suðaustan og sunnanátt var einnig venju fremur tíð. Norðaustan og austanátt var tiitölu- lega sjaldgæfust. Veðurhæð var víðast í tæpu meðallagi og logn heldur oft. Stormdagar voru fáir vestanlands, en annarstaðar voru þeir fleiri en venjulega. Alls töldust þeir 11: Þ. 1. var ESE stormur í Vm. Nóttina milli þ. 5. og 6. telja 3 stöðvar storm (Hrn. SlO). Dagana 10.—12. voru stormar af SE eða S víða um land (Vm. og Grvk. SE 10, þ. 10., Rvk ESE 10, Vm. SSE 10, Smst. S 10 þ. 11., Sth. og Kvgd. S 10, Sðr. SE 11, Hest. SSW 10. Smst. S 11 þ. 12.). Hvassast mun hafa verið aðfaranótt þ. 12., þá sýndi vindmælirinn í Rvk. 12 vindstig, Vm. og Hrph. geta þess einnig, að veðurhæð hafi verið 12 þá nótt. Þ. 19. var NE stormur vestantil á Norðurlandi, en SW stormur sunnanlands og austan (Vm. SW 10). Þ. 22.-23. var NE og N stormur um allt Iand (Lmbv., Grnh., Koll. N 10, Hest. NE 10, Blds. og Skvk. NNE 10, Vm. WNW 10 þ. 22., Hól. NW 10 og Rfh. ofsarok aðfaranótt þ. 23., Pap. NNW 10 og Tgh. N 11 þ. 23.). Vm. telja storm þ. 27. (ESE 10 aðfaranótt þ. 28.) og á SW og W þ. 28. og 29. Þ. 28. var rok í Pap. Þ. 1. hvolfdi bát með 3 mönnum í lendingu á Skálum; einn drukknaði. Þ. 4. tók mann út af vélbát á Dýrafirði. í veðrinu þ. 10.—12. urðu víða skaðar. Brotsjór svifti burt stjórnpalli á kola- skipinu »Ingerto«, sem var milli Vm. og Grvk., 3 menn fórust. Skip inni í sundum við Rvk. hrakti talsvert, vélb. Vega sökk. I Grvk. og Herdísarvík gekk flóðbylgja upp á tún og í kjallara og olli skemmdum. Símabilanir urðu miklar, og víða er geiið um skemmdir á húsum og heyjum. Þ. 16. hvolfdi bát nálægt lendingu á Siglunesi, menn björguðust. í norðanhríðinni þ. 19. lentu bátar frá Siglufirði í hrakningum, margir misstu lóðir, og einn trillubátur sökk, mannbjörg. Þ. 22. strandaði enskur togari Fiat á Kópnum. Menn björguðust og skipið náðist út lítið skemmt. Þá varð og Lagarfoss fyrir nokkrum skemmdum á Þistilsfirði. Þ. 23. fennti fé á Norðausturlandi, og víða urðu símabilanir. Aðfaranótt þ. 26. urðu tveir menn úti, annar á Siglufjarðarskarði, en hinn nálægt bænum Litla-Dal í Skagafirði. Aðfaranótt þ. 29. urðu nokkrar skemmdir af sjávargangi á Akranesi. Snjólagið var 37 °/o á öllu landinu. Á 11 stöðvum var það 35 °/o, og er það nokkuð minna en 5 ára meðaltal þessara stöðva (43 °/o). ]örð varð víða alauð snemma í mánuðinum, en þ. 18,—19. fór að snjóa, og var víðast alhvítt úr því. Mest er snjólagið talið 60 °/o á Sðr., en ein stöð (Papey) telur alautt allan mánuðinn. Mest snjódýpt mældist 64 cm á Kollsá þ. 29.—30. Haginn var 89 °/o á öllu landinu, en 92 °/o á 11 stöðvum þar sem 5 ára meðaltal hefir verið reiknað, og er það mjög nálægt því (91 °/o). Minnstur var haginn 66°/o á Kollsá, en 4 stöðvar telja fullan haga allan mánuðinn. Sólskinið í Reykjavík var 26.6 stundir, 13.8 o/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 9 undanfarinna ára er 33.4 st. Sólskin var 15 daga, mest 5 5 st. þ. 3. Á Ak. var sólskinið 12.3 stundir eða 6.9 °/o, mest 2.6 st. þ. 9. Sól- skin mældist þar 10 daga. Þrumur voru í Rvk. og Sth. þ. 12. og þ. 28. Landskjálftar. Þ. 2. sýndu mælarnir 34 landskjálftahræringar og virtust upptökin vera um 60 km frá Rvk. Fyrsti kippurinn varð kl. 6 w og fannst hann við Reykjanesvitann, en síðast sýndu mælarnir hræringu kl. 13 16, en við Reykjanesvitann varð vart við hræringar til kl. 9 þ. 3. Helztu landskjálftakippirnir urðu kl. 7 *3 og 11 34 og urðu þá nokkrar skemmdir á vitanum og húsi vita- varðar á Reykjanesi, enda bar þar mest á þessum landskjálftum. En land- skjálftanna varð vart víða um suðvesturhluta landsins allt frá Efra-Hvoli í Hvolhrepp til Svelgsár í Helgafellssveit. Allsnarpir voru og kippirnir kl. 11 13, 11 16, 11 17, 1123, 12 12 og 13 16 (44) Gutenberg.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.