Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.1932, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐ U RSTO FU NN I Desember. Tíðarfarið var hlýtt en óstöðugt og víðast mjög úrkomusamt. Gæftir stopular og lítill afli. Þ. 1.-2. Lægð yfir Grænlandshafi hreyfðist suðaustur fyrir landið. Var vindur fyrst sunnanstæður en gekk brátt í norðanhvassviðri með snjókomu en vægu frosti á Norður- og Austurlandi. Þ. 3.-4. Breytileg átt og fremur stillt. Talsvert frost nyrðra. Þ. 5 —14. Hlýindakafli. Lægðir um Grænland og Grænlandshafið, en lengst af háþrýstisvæði á milli Islands og Bretlandseyja. Sunnan- og suð- vestanátt. Þ. 15.-16. Djúp lægð úr suðvestri olli suðaustanroki á Suðvesturlandi aðfaranótti þ. 15. Síðan gekk lægðin norðaustur yfir landið, og varð snöggvast norðaustanátt og hríðarveður á Vestfjörðum, en ekki náði norðangarðurinn sér til fulls um allt land fyr en þ. 16. að kvöldi og stóð þó aðeins skamma stund. Þ. 17.-18. Breytileg veðrátta. Nokkurt frost qg sumstaðar snjókoma. Þ. 19—20. Fremur hæg útsynningsveðrátta. Vmist snjóél eða rigning vestanlands en bjart eystra. Kyrrstæð lægð yfir austanverðu Grænlandi. Þ. 21.-22. Alldjúp lægð fyrir suðvestan landið, en hreyfðist síðan norð- ur yfir. Varð fyrst suðaustanstormur og hláka en síðan vestanátt með skúra- og éljaveðri vestanlands en bjartviðri eystra. Þ. 23.-25. Kom djúp lægð sunnan af hafi og hreyfðist norður undir ísland og síðan vestur fyrir. Austan og suðaustanátt með hlákuveðri og hlý- indum. Þ. 26.—30. Utsynningsveðrátta. Skúra- og éljaveður vestanlands. Lægðir á hreyfingu um Grænlandshafið. Þ. 31. Djúp lægð sunnan af hafi, og gerði austan hvassviðri með regni um allt land. Loftvægið var 3.7 mm undir meðallagi á öllu landinu, frá 2.0 mm á Hól. til 5.5 mm á Rfh. Hæst stóð loftvog í Vm. þ. 9. kl. 24, 776.6 mm, en lægst í Grvk. þ. 31. kl. 24, 711.3 mm. tiitinn var 3.1° yfir meðallag á öllu landinu, frá 4.2° á Hrn. til 1.5° á Nbst. Fyrstu 4 daga mánaðarins var kalt í veðri, kaldast var þ. 3. (hitinn 4° fyrir neðan meðallag). Annars var yfirleitt hlýtt (aðeins þ. 17. var hitinn í tæpu meðallagi). Hlýjast var þ. 9.—11., 21. og 24, hitinn 6° yfir meðallag. Hæstur hiti mældist 10.4° á Fgdl. þ. 24., en lægstur —14.2° á Grst. þ. 1. Sjávarhitinn var 0.7° fyrir neðan meðallag við Gr. og Rfh., en frá Pap- ey suður og vestur um land til Grnh. var hann 1.0° yfir meðallag. Jarðvegshitinn á Rafm. var 4.2° í 1 m dýpi en 7.9° í 2 m dýpi. Á Smst. yar hann 3.6° í 1 m dýpi. Úrkoman var 20 °/o umfram meðallag á öllu landinu. Minnst eftir hætti var hún í Gr., 51 °/o eða rúmlega hálf meðalúrkoma, og á Hrn. 62 o/o úr með- alúrkomu. Á Hvn. var tiltölulega mest úrkoma, 94 °/o umfram meðallag, eða nærri því työföld meðalúrkoma, en annarstaðar var úrkoman víðast í freku meðallagi. Úrkomudagar voru 6—7 fleiri en venjulega frá Pap. suður og vestur um land til Blds., en frá Ak. til Nbst. voru þeir 6 færri. Mest mán- aðarúrkoma var í Hveradölum 346.6 mm. Þar var einnig mest sólarhrings- úrkoma, 46.8 mm þ. 12. Á Arnarstapa var mánaðarúrkoman 233.7 mm, Öndverðanesi 100.1 mm og Úlfljótsvatni 200.6 mm. (45)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.