Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1932, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.1932, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1932 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Desember. Tíðarfarið var hlýtt en óstöðugt og víðast mjög úrkomusamt. Gæftir stopular og lítill afli. Þ. 1.—2. Lægð yfir Grænlandshafi hreyfðist suðaustur fyrir landið. Var vindur fyrst sunnanstæður en gekk brátt í norðanhvassviðri með snjókomu en vægu frosti á Norður- og Austurlandi. Þ. 3.-4. Breytileg átt og fremur stillt. Talsvert frost nyrðra. Þ. 5 —14. Hlýindakafli. Lægðir um Grænland og Grænlandshafið, en lengst af háþrýstisvæði á milli íslands og Bretlandseyja. Sunnan- og suð- vestanátt. Þ. 15.-16. Djúp lægð úr suðvestri olli suðaustanroki á Suðvesturlandi aðfaranótti þ. 15. Síðan gekk lægðin norðaustur yfir landið, og varð snöggvast norðaustanátt og hríðarveður á Vestfjörðum, en ekki náði norðangarðurinn sér til fulls um allt land fyr en þ. 16. að kvöldi og stóð þó aðeins skamma stund. Þ. 17.—18. Breytileg veðrátta. Nokkurt frost og sumstaðar snjókoma. Þ. 19—20. Fremur hæg útsynningsveðrátta. Vmist snjóél eða rigning vestanlands en bjart eystra. Kyrrstæð lægð yfir austanverðu Grænlandi. Þ. 21.—22. Alldjúp lægð fyrir suðvestan landið, en hreyfðist síðan norð- ur yfir. Varð fyrst suðaustanstormur og hláka en síðan vestanátt með skúra- og éljaveðri vestanlands en bjartviðri eystra. Þ. 23.-25. Kom djúp lægð sunnan af hafi og hreyíðist norður undir ísland og síðan vestur fyrir. Austan og suðaustanátt með hlákuveðri og hlý- indum. Þ. 26.—30. Utsynningsveðrátta. Skúra- og éljaveður vestanlands. Lægðir á hreyfingu um Grænlandshafið. Þ. 31. Djúp lægð sunnan af hafi, og gerði austan hvassviðri með regni um allt land. Loftvægið var 3.7 mm undir meðallagi á öllu landinu, frá 2.0 mm á Hól. til 5.5 mm á Rfh. Hæst stóð loftvog í Vm. þ. 9. kl. 24, 776.6 mm, en lægst í Grvk. þ. 31. kl. 24, 711.3 mm. tiitinn var 3.1° yfir meðallag á öllu landinu, frá 4.2° á Hrn. til 1.5° á Nbst. Fyrstu 4 daga mánaðarins var kalt í veðri, kaldast var þ. 3. (hitinn 4Ú fyrir neðan meðallag). Annars var yfirleitt hlýtt (aðeins þ. 17. var hitinn í tæpu meðallagi). Hlýjast var þ. 9.—11., 21. og 24, hitinn 6 yfir meðallag. Hæstur hiti mældist 10.4" á Fgdl. þ. 24., en lægsfur —14.2° á Grst. þ. 1. Sjávarhitinn var 0.7° fyrir neðan meðallag við Gr. og Rfh., en frá Pap- ey suður og vestur um land til Grnh. var hann 1.0° yfir meðallag. Jarðvegshitinn á Rafm. var 4.2° í 1 m dýpi en 7.9° í 2 m dýpi. Á Smst. yar hann 3.6° í 1 m dýpi. Úrkoman var 20 °/o umfram meðallag á öllu landinu. Minnst eftir hætti var hún í Gr., 51 °/o eða rúmlega hálf meðalúrkoma, og á Hrn. 62 °/o úr með- alúrkomu. Á Hvn. var tiltölulega mest úrkoma, 94°/o umfram meðallag, eða nærri því tvöföld meðalúrkoma, en annarstaðar var úrkoman víðast í freku meðallagi. Úrkomudagar voru 6—7 fleiri en venjulega frá Pap. suður og vestur um land til Blds., en frá Ak. til Nbst. voru þeir 6 færri. Mest mán- aðarúrkoma var í Hveradölum 346.6 mm. Þar var einnig mest sólarhrings- úrkoma, 46.8 mm þ. 12. Á Arnarstapa var mánaðarúrkoman 233.7 mm, Ondverðanesi 100.1 mm og Úlfljótsvatni 200.6 mm. (45)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.