Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1932, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.12.1932, Blaðsíða 4
Desember. Veðráttan 1932 Þoka var víðast venju fremur sjaldgæf og aðeins á stöku stað í einu, nema þ. 23., þá var þoka á 7 stöðvum norðanlands og austan. I/indar SW-átt var langtíðust í þessum mánuði og þar næst S- og SE- átt. Hinsvegar var N-átt sjaldgæfust og þá NE-átt og E-átt. Veðurhæð var tæplega í meðallagi og logn talsvert sjaldnar en meðallag. Stormdagar eru taldir 11. Þ. 1. telur ein stöð storm en 21 stöð þ. 2. Þar af töldu 13 veð- urhæð 10 (Rvk., Sth., Lmbv., Grvk., Koll., Ak., Gr., Hvk., Skvk., Höfn, Fgdl., Fghm., Vm.) og 2 stöðvar veðurhæð 11 (Hest., Hrn.). Þ. 5., eða nóttina á undan telja tvær stöðvar storm, 2 þ. 14. (Vm. SE 10) og ein þ. 15. (Hest. NE 10), en 4 þ. 16. (Hrn. E 10 — 11, Vm. WSW 11). Þ. 21. telur ein stöð storm, 2. þ. 22. (Koll. WNW 10), ein þ. 23. og 2 þ. 24. og nóttina eftir. Loks var stormur á 6 stöðvum þ, 31. (Pap. E 10—11, Vm. ESE 10). Of- viðrið í byrjun mánaðarins olli miklum símabilunum hér á landi, þeim mestu sem orðið hafa síðan síminn var lagður. Alls brotnuðu um 300 símstaurar, flestir á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Á Sigluf. fauk sjóhús, svo að eftir stóð aðeins gólfið, og fór þakið inn úr vegg á íbúðarhúsi einu. Þök fuku af fleiri húsum og ollu nokkrum skemmdum. Víða brotnuðu reykháfar og rúður. Á Siglufirði urðu og lítilsháttar skemmdir á bátum og heyjum. Á Rfh. brotnuðu 3 bátar, og fiestar bátabryggjur löskuðust meira eða minna. Á Norðausturlandi urðu sumstaðar smáskaðar á fé og hrossum. Að morgni þ. 21. strandaði þýzkur togari á Meðallandsfjörum. Menn björguðust í land á línu. Á gamlárskvöld var fádæma stórsjór í Papey og skemmdi báta í vetrar- naustum. Þá fauk þar þak af húsi. I sama veðri töpuðust 3 bátar á Djúpavogi. Snjólagið var 59 °/o á öllu landinu, en 60 °/o að meðaltali á 11 stöðv- um, þar sem 5 ára meðaltal hefir verið reiknað, en það er 57 °/o, og hefir því snjólagið verið lítið eitt meira en venja er til í þessum mánuði. Mikinn snjó setti niður í stórhríðinni fyrstu daga mánaðarins, og var víða snjóþungt eftir það, en snjóinn leysti mikið, þegar hlýnaði þ. 5. En oft snjóaði seinna í mánuðinum, svo að jörð var ekki auð lengi í senn. Mest er snjólagið talið 96°/o á Grst., en mest snjódýpt mældist 65 cm. á, Þst. þ. 2. Haginn var til jafnaðar 74 °/o á öllu landinu. Á 11 stöðvum var hann 78 o/o, og er það heldur minna en 5 ára meðaltal þessarra stöðva, 82 °/o. Minnstur var haginn talinn 44°/o á Hvk., en Sth. telur fullan haga allan mánuðinn nema 3 daga. Sólskinið í Rvk. var 3.3 st., 2.5 °/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 9 undanfarinna ára er 4.6 st. Sólskin mældist aðeins 2 daga, 2.0 st. þ. 2. Á Ak. mældist sólskin aðeins einn dag, þ. 4., 0.8 st. eða 0.8 °/o af því sólskini, sem gæti verið. Landskjálftamælarnir sýndu 6 hræringar. Landskjálftinn þ. 3. kl. 17 12 fannst í Rvk. og virtust upptök hans vera 35 km þaðan. Einnig fannst þar hrær- ing þ. 14. kl. 22 16. Tveir landskjálftakippir urðu þ. 31. kl. 1 50 og 2 30, og fundust báðir í Grímsey og á Rfh. Tveir landskjálftar voru langt að komnir, þ. 21. kl. 5 40 frá Nevada í Bandaríkjunum og á jólanóttina (þ. 25.) kl. 1 15 frá Kansu í Kína. (48) Guténbefii.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.